Hópatímar hjá Styrk, sjúkraþjálfun

Rannsóknir hafa sýnt að reglulegar og hófstilltar æfingar séu okkur, fólki með MS, mikilvægar til að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Við vitum þetta flest. En það er hins vegar eitt að ætla sér og langa til en annað að framkvæma og fylgja eftir fögrum fyrirheitum.