Næstu mánudaga verður opið hús í Setrinu, Sléttuvegi 5, á milli kl. 16 og 18 þar sem hægt verður að koma saman til að prjóna eða gera aðra handavinnu. Leiðbeinandi er Sesselja Guðjónsdóttir, textílkennari. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Ótrúlegur fréttaflutningur
Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.
Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst 22. jan.
Fyrirhugað er námskeið fyrir maka fólks með MS ef næg þátttaka næst, með fyrirvara um breytingar á dagsetningum.
Styrktarþjálfun hjá Styrk – myndband
Styrktarþjálfunin hjá Styrk, Höfðabakka 9, er nú hafin á ný eftir jólafrí. Um er að ræða einstaklingsmiða sértæka líkamlega þjálfun í hópi undir leiðsögn sjúkraþjálfara sem hafa yfigripsmikla þekkingu og reynslu í þjálfun fólks með MS.
Góðar gjafir til MS-félagsins og Setursins
Á dögunum voru félaginu og Setrinu færðar góðar og ómetanlegar gjafir. Kærarr þakkir!
Stofnun Stuðningsnets
Þann 18. janúar sl. var haldinn stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna. Stuðningsnetið er samvinnuverkefni 14 félaga, má þar auk MS-félagsins nefna Alzheimer samtökin, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Parkinsonsamtökin ásamt fleirum.
Námskeið fyrir börn MS-greindra
Helgina 9-11 febrúar nk. verður haldið fræðandi og skemmtilegt námskeið fyrir börn MS-greindra. Námskeiðið fer fram í húsnæði MS-félagsins, Sléttuvegi 5, námskeiðsgjaldið er 2.500 en veittur er systkinaafsláttur auk þess sem þeir sem eru búsettir utan höfuðborgasvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Umsjón með námskeiðinu hefur Systkinasmiðjan: Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og Hanna Björnsdóttir, félagsráðgjafi og MA í fötlunarfræðum. Skráning hér á síðunni eða í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is, hámarksfjöldi þátttakenda eru 14 börn.
HAM námskeið
Vilt þú fá leiðsögn í að tileinka þér hugsun og hegðun sem bætir aðstæður og líðan? Miðvikudaginn 31. janúar næstkomandi hefst 12 vikna HAM námskeið fyrir fólk með MS-sjúkdóminn.
MS-félagið fær peningagjöf
Það má segja að nýja árið hafi byrjað einstaklega vel hjá MS-félaginu en hún Svanhildur Karlsdóttir kom til okkar í dag að afhenda félaginu 70.000 krónur að gjöf.
JOHN E.G. BENEDIKZ, TAUGALÆKNIR, LÁTINN
John E.G. Benedikz, mikilhæfur taugalæknir og sérfræðingur í MS-sjúkdómnum, lést 24. desember sl., 82. ára að aldri. John átti þátt í stofnun MS-heimilisins, nú MS-Setursins, árið 1985 og starfaði þar í mörg ár. Hann v…
- Page 1 of 2
- 1
- 2










