MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
Skrifstofa MS-félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá og með 23. desember til 3. janúar (báðir dagar meðtaldir).
FRÁBÆR JÓLAGJÖF FRÁ ELKO
ELKO styrkir góðgerðarsamtök í aðdraganda jólanna. MS-félagið fékk afhenta afar rausnarlega tækjagjöf í morgun frá fyrirtækinu.
Gleðilega hátíð !!
MS-félagið óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og velunnurum gleðilegra jóla og gæfu og gleði á nýju ári.
Myndir frá jólaballinu – takk fyrir komuna kæru gestir
Að venju stóð MS-félagið fyrir jólaballi í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Margmenni mætti – yfir 100 börn, foreldrar þeirra, afar og ömmur …… og ekki síst tveir jólasveinar, þeir bræður Giljagaur og Kertasníkir.
Námskeið fyrir nýgreinda hefst þriðjudaginn 8. janúar
Námskeið fyrir einstaklinga, nýgreinda með MS, hefst 8. janúar, ef næg þátttaka næst.
Borðalmanökin búin á skrifstofunni – átt þú eitt ógreitt?
Á undaförnum vikum hefur staðið yfir fjáröflun til styrktar starfsemi félagsins þar sem úthringifyrirtæki hefur hringt fyrir okkar hönd og óskað eftir framlagi gegn fallegu borðalmanaki 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Bachman.
MS-félagið hlýtur Hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrir fræðslubæklinga sína
Í gær, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, tóku Bergþóra Bergsdóttir fræðslufulltrúi og Ingdís Líndal framvæmdastjóri, fyrir hönd MS-félagsins, á móti Hvatningarverðlaunum ÖBÍ fyrir gerð fræðslubæklinga um MS-sjúkdóminn sem gefnir voru út vorið 2017.
Skráningu á jólaballið lýkur á miðvikudag
Skráningu á jólaball MS-félagsins sem fram fer laugardaginn 8. desember lýkur á miðvikudag
Gleðileg jól
MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða. Skrifstofa MS-félags Íslands að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá 23. desember til 1. janúar (báðir dagar meðtaldir).
My dream is alive – stuttmynd Norrænna fulltrúa
Föstudaginn 10. nóvember var frumsýnd stuttmyndin ,,My dream is alive” sem er samstarfsverkefni ungra fulltrúa í Norræna MS ráðinu, NMSR.










