Krossgáta MS-blaðsins: Lokadagur 30. apríl

26.04.2019 Í MS-blaðinu sem sent var til félagsmanna í mars sl. er að finna verðlaunakrossgátu. Í krossgátunni er að finna lausnarorð – málshátt – sem verðlaun verða veitt fyrir lausn á. Verðlaunin eru ekki af verri endanum – tölusett plakat af mynd Eddu Heiðrúnar Backman, „Tveir þrestir“. Ef þið hafið ekki enn sent inn lausnina, en viljið vera með, sendið þá …

Góð stemming á páskabingói

Páskabingóið okkar var að venju haldið helgina fyrir páska og mætti fjöldi barna og fullorðinna. Vinningar voru páskaegg af öllum stærðum og gerðum, auk gjafapoka frá Innes sem innihélt allskonar góðgæti.

Páskabingó 13. apríl

Hið árlega og vinsæla páskabingó MS-félagsins fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið laugardaginn 13. apríl kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum.

Styrktartónleikar

Þann 11. apríl sl. voru haldnir tónleikar til styrktar ungu fólki með MS í Fella- og Hólakirkju, en að þeim stóðu fjórir nemendur í Háskóla Íslands. Margskonar listamenn komu fram, meðal annars tónlistarmennirnir Hlynur Ben og Rannveig Júlía auk þess sem Dóra var með uppistand.

MS-blaðið, 1. tbl. 2018, er komið út

Nú ætti öllum félagsmönnum MS-félagsins að hafa borist tímarit félagsins, MS-blaðið, sem áður hét MeginStoð. Margir hafa eflaust tekið eftir nýju útliti blaðsins en í tilefni 50 ára afmælisárs félagsins þótti ekki úr vegi að „poppa“ blaðið aðeins upp, bæði með nýju nafni og nýrri uppsetningu.

Stuðningsfulltrúanámskeið

Miðvikudagana 11. og 18. apríl kl. 17-21 mun Stuðningsnet Sjúklingafélagana halda námskeið fyrir verðandi Stuðningsfulltrúa.Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra

Aðalfundur MS-félags Íslands

Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Gleðilega páskahátíð !!

MS-félagið óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og velunnurum gleðilegrar páskahátíðar. Myndir frá páskabingóinu eru komnar á vefsíðuna.