Stuðningsfulltrúanámskeið

Miðvikudagana 11. og 18. apríl kl. 17-21 mun Stuðningsnet Sjúklingafélagana halda námskeið fyrir verðandi Stuðningsfulltrúa.Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra

Styrktartónleikar

Þann 11. apríl næstkomandi munu fjórir nemendur í Háskóla Íslands halda tónleika til styrktar ungu fólki með MS. Viðburðurinn verður haldinn í Fella- og Hólakirkju klukkan 20:30 og munu margskonar listamenn koma fram

Námskeið fyrir aðstandendur

Föstudaginn 13. apríl hefst námskeið sérstaklega ætlað aðstandendum MS-fólks. Námskeiðið fer fram í húsnæði félagsins á Sléttuvegi 5 og er í tvö skipti.

Yoga námskeið fyrir byrjendur

Mánudaginn 9. apríl hefst fimm vikna Yoga námskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum í húsnæði MS-félagsins. Takmarkað pláss í boði.

MS-Salurinn til leigu

Nú stendur til boða að taka á leigu sal MS-félagsins að Sléttuvegi 5. Salurinn rúmar 60-70 manns og hentar vel fyrir veislur, fyrirlestra eða hverskyns mannamót.

HAM námskeið Kvennahreyfingar ÖBÍ

Kvennahreyfing ÖBÍ stendur fyrir námskeiði um aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Námskeiðið er sex skipti í tvo tíma í senn og verður einu sinni í viku (þriðjudaga) frá 13. mars til 24. apríl (frí 3. apríl) kl 17-19. Námskeiðsgjald er kr. 7.000-

Makanámskeið

Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst fimmtudaginn 8. mars næstkomandi. Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu.

Uppsögn rammasamnings SÍ við sjúkraþjálfara frestað

Í síðustu viku tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) að stofnunin hefði ákveðið að segja upp rammasamningi við sjúkraþjálfara, sem kveður á um greiðsluþátttöku ríkisins í kostnaði einstaklinga vegna sjúkraþjálfunar, gerði heilbrigðisráðherra ekki athugasemd við uppsögnina.

Áskorun MS-félagsins til heilbrigðisráðherra

MS-félag Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að hafna þeirri fyrirætlan Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að segja upp núgildandi rammasamningi við sjúkraþjálfara fyrir lok mánaðarins, með sex mánaða fyrirvara, geri ráðherra ekki athugasemdir

Námskeið fyrir nýgreinda

Mánudaginn 12. febrúar hefst námskeið fyrir MS-fólk með tiltölulega nýja greiningu (6 mán. til 3 ár) og byggist á fræðslu og umræðum. Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning.