Stofnun Stuðningsnets

Þann 18. janúar sl. var haldinn stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna. Stuðningsnetið er samvinnuverkefni 14 félaga, má þar auk MS-félagsins nefna Alzheimer samtökin, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Parkinsonsamtökin ásamt fleirum.

Námskeið fyrir börn MS-greindra

Helgina 9-11 febrúar nk. verður haldið fræðandi og skemmtilegt námskeið fyrir börn MS-greindra. Námskeiðið fer fram í húsnæði MS-félagsins, Sléttuvegi 5, námskeiðsgjaldið er 2.500 en veittur er systkinaafsláttur auk þess sem þeir sem eru búsettir utan höfuðborgasvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Umsjón með námskeiðinu hefur Systkinasmiðjan: Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og Hanna Björnsdóttir, félagsráðgjafi og MA í fötlunarfræðum. Skráning hér á síðunni eða í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is, hámarksfjöldi þátttakenda eru 14 börn.

HAM námskeið

Vilt þú fá leiðsögn í að tileinka þér hugsun og hegðun sem bætir aðstæður og líðan? Miðvikudaginn 31. janúar næstkomandi hefst 12 vikna HAM námskeið fyrir fólk með MS-sjúkdóminn.

MS-félagið fær peningagjöf

Það má segja að nýja árið hafi byrjað einstaklega vel hjá MS-félaginu en hún Svanhildur Karlsdóttir kom til okkar í dag að afhenda félaginu 70.000 krónur að gjöf.

Gleðileg jól

MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða. Skrifstofa MS-félags Íslands að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá 23. desember til 1. janúar (báðir dagar meðtaldir).

Jólaball MS-félagsins

Hó-hó-hó – það eru að koma jól…. Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 9. desember n.k. kl. 13 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 12:30.

Sölustaðir jólakortsins 2017

Eins og mörg undanfarin ár mun MS-félag Íslands selja jólakort til styrktar starfsemi sinni. Í ár er á kortunum einstaklega falleg mynd, “Tveir þrestir”, sem listakonan Edda Heiðrún Backman gaf félaginu fyrir andlát sitt. Sex kort eru saman í fallegri pakkningu á 1.000 kr.

Góður stefnumótunarfundur MS-félagsins að baki

Stefnumótunarfundur MS-félagsins sem haldinn var þann 25. október síðastliðinn. Fjörugar umræður og mikill metnaður einkenndi fundinn þar sem góður hópur félagsmanna ræddi og mótaði sér skoðun á starfsemi félagsins í nútíð og framtíð.

Stefnumótun MS-félagsins

Miðvikudaginn 25. október næstkomandi verður haldinn stefnumótunarfundur MS-félagsins. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og verður haldinn í félagsheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12, frá kl. 9:00-13:00.