Þriðjudaginn 15. ágúst kl 18:30 bjóðum við hlaupurum til okkar í MS-húsið. Fríða Rún, næringarráðgjafi, kemur og ræðir um gott mataræði og undirbúning fyrir hlaupið.
Sumarlokun MS-félagsins og MS Seturs
Skrifstofa MS-félagsins er lokuð frá og með mánudeginum 10. júlí til og með mánudags 7. ágúst. Sumarlokun MS Setursins er frá og með mánudeginum 17. júlí til og með föstudags 28. júlí.
Getur þú hugsað þér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir MS-félagið?
Stuðningur hlaupara og stuðningsmanna þeirra er MS-félaginu ómetanlegur og kemur að góðum notum við að efla félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn.
Styrktarsjóður til náms – Umsóknarfrestur til 30. júní vegna haustannar 2017
MS-félag Íslands er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Hámarksstyrkur er 50.000 kr. á ári.
Sólrík sumarhátíð að baki – myndir á vefnum
Fjölmenni var á sumarhátíð félagsins á alþjóðadegi MS 31. maí sl. undir yfirskriftinni Lifað með MS enda margt í boði.
Langþráð stund – Fræðslubæklingarnir komnir í hús
Í dag rann upp langþráð stund þegar 6 nýir fræðslubæklingar MS-félagsins komu í hús frá prentsmiðju. Bæklingarnir eru í fallegri öskju ásamt bókamerki og skemmtilegu kynningarkorti.
MS-félagið á Snapchat
MS-félagið hefur ákveðið að fara af stað með Snapchat-aðganginn, #lifadmedms, sem gefur fólki tækifæri á að skyggnast inn í líf fólks sem lifir með MS, spyrja spurninga og opna umræðuna um sjúkdóminn.
Fundur Norræns ráðs MS félaga í Aþenu
Vorfundur Norræns ráðs MS félaga (NMSR) var haldinn í tengslum við ráðstefnu EMSP (European MS Platform) á Hilton hótelinu í Aþenu. Norræni fundurinn var haldinn degi áður en EMSP ráðstefnan hófst, eða miðvikudaginn 17. maí.
Fjórir formenn MS-félagins, núverandi og fyrrverandi, saman á stjórnarfundi Setursins
Á stjórnarfundi MS Setursins 17. maí átti sér stað sá sögulegi viðburður að fjórir formenn MS-félagsins sátu fundinn. MS Setrið er dagvist og endurhæfingarmiðstöð í MS-húsinu.
Páll Óskar og Sirkus Íslands á sumarhátíð MS-félagsins 31. maí
Alþjóðadagur MS verður haldinn hátíðlegur með sumarhátíð í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, miðvikudaginn 31. maí frá kl. 16 til 18. Félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru hjartanlega velkomin.









