Þjónusta félagsráðgjafa MS-félagsins

Íris Eik Ólafsdóttir er félagsráðgjafi MS-félagsins. Það er um að gera að nýta sér margþætta þjónustu hennar sem er félagsmönnum og fjölskyldum þeirra endurgjaldslaus.

Sumarlokun MS-félagsins

03.07.2019 Skrifstofa MS-félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 12. júlí til og með þriðjudagsins 6. ágúst. MS-Setrið verður lokað í tvær vikur, frá og með mánudeginum 22. júlí  til og með þriðjudagsins 6. ágúst. GLEÐILEGT SUMAR !

Það styttist í Reykjavíkurmaraþonið – vilt þú styrkja MS-félagið?

12.06.2019 Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst n.k., er í fullum gangi.  Stuðningur hlaupara og stuðningsmanna þeirra er MS-félaginu ómetanlegur og kemur að góðum notum við að efla fræðslu, félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn. Hluti styrkja sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 og 2015 runnu sérstaklega til gerð fræðslubæklinga sem hlutu Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2018.   Í dag hafa …

Notar þú rafknúinn hjólastól? Viltu taka þátt í rannsókn?

02.06.2019 Ef þú ert með MS-greiningu og hafir þú skipt frá handknúnum hjólastól yfir í rafknúinn hjólastól (rafknúinn að öllu leyti) á síðustu 3 árum, viljum við gjarnan heyra frá þér.   Maya Lekka, iðjuþjálfi á Grensás og meistaranemi við háskóla í Svíþjóð, óskar eftir að taka viðtöl við fólk með MS sem hefur fengið rafknúinn hjólastól á sl. 3 …

Velheppnuð sumarhátíð að baki – myndir

30.05.2019 Sumarhátíð MS-félagsins var að venju haldin í sól og sumaryl á Sléttuveginum í tilefni Alþjóðadags MS.  Rauðhetta, úlfurinn og grísinn úr leikhópnum Lottu mættu á svæðið og léku leikritið um Rauðhettu og úlfinn. Í kjölfarið tróð Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Jón 500 kall úr Idolinu, upp og spilaði á gítarinn sinn og söng mörg mjög skemmtileg lög sem flestir þekktu. Boðið upp á andlitsmálun og …

Alþjóðadagur MS: Hin ósýnilegu einkenni MS – Munið sumarhátíðina 29. maí

27.05.2019 Alþjóðadagur MS er 30. maí og er honum fagnað með sumarhátíð MS-félagsins 29. maí. Yfirskrift dagsins er Hin ósýnilegu einkenni MS. MS er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu (heila og mænu) þar sem skilaboð um hreyfingu, tal eða hugsun truflast og ná illa eða ekki fram til viðeigandi líkamshluta og einkenni sjúkdómsins koma fram.  Að meðaltali greinist ein manneskja á tveggja vikna fresti með MS …

Nýr félagsráðgjafi MS-félagsins

15.05.2019 Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðin til starfa fyrir félagið. Hún mun sinna félagsráðgjöf, fjölskyldu- og parameðferð fyrir félagsmenn MS-félagsins. ​Íris Eik útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2003 og sem fjölskyldufræðingur frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2018. Hún er einnig með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í réttarfélagsráðgjöf frá árinu 2010 og framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu frá …

Vinningshafi og lausn krossgátu

11.05.2019 Dregið hefur verið úr innsendum réttum lausnum krossgátu í 1. tbl. MS-blaðsins 2019. Lausnarorðið er: “HRÓSA SKAL HAPPI ÞÁ HÖND GEYMIR”. Vinningshafi er Guðný Björg Bjarnadóttir og óskum við henni til hamingju með vinninginn sem ekki er af verri endanum: Tölusett plakat af mynd Eddu Heiðrúnar Backman, „Tveir þrestir“. Hér má sjá lausn krossgátunnar   BB

ÖBI: Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur – opið fyrir umsóknir

11.05.2019 Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og ÖBÍ auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkir eru veittir til: öryrkja vegna hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. Rafrænt umsóknareyðublað.  Einnig er hægt að nálgast eyðublöð á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík. …