Yoga námskeið fyrir byrjendur

Mánudaginn 9. apríl hefst fimm vikna Yoga námskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum í húsnæði MS-félagsins. Takmarkað pláss í boði.

MS-Salurinn til leigu

Nú stendur til boða að taka á leigu sal MS-félagsins að Sléttuvegi 5. Salurinn rúmar 60-70 manns og hentar vel fyrir veislur, fyrirlestra eða hverskyns mannamót.

HAM námskeið Kvennahreyfingar ÖBÍ

Kvennahreyfing ÖBÍ stendur fyrir námskeiði um aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Námskeiðið er sex skipti í tvo tíma í senn og verður einu sinni í viku (þriðjudaga) frá 13. mars til 24. apríl (frí 3. apríl) kl 17-19. Námskeiðsgjald er kr. 7.000-

Páskabingó laugardaginn 8. apríl

Hið árlega og vinsæla páskabingó MS-félagsins fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið laugardaginn 8. apríl n.k. kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum. Húsið opnar kl. 12:30.

MeginStoð, 1. tbl. 2017, er komið á vefinn

Meðal annars má lesa um starf unga fólksins á Norðurlöndunum en við erum mjög virk í því samstarfi, MS-hjúkrunarfræðingur fjallar um viðbrögð fólks við MS-greiningu og fræðingar skrifa um minni og hugræna endurhæfingu, þunglyndi og kvíða.

Ný heimasíða í vinnslu

Á undanförnum vikum hefur verið unnið að nýrri vefsíðu fyrir MS-félagið. Eins og títt er með stór og góð verkefni þá taka þau lengri tíma en ætlað er. Allt er hins vegar að smella saman þessa dagana. Nýtt útlit vefsíðunnar mun líta dagsins ljós öðru hvoru megin við helgina, sem verður þó ekki endanlegt útlit hennar þar sem verið er að vinna að enn flottara útliti og þægilegra aðgengi að efni.

Námskeið fyrir nýgreinda

Námskeið fyrir nýgreinda einstaklinga með MS (6 mán. til 3 ár frá greiningu) hefst fimmtudaginn 23. mars.   Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning. Á dagskrá …

Þjálfun á hestbaki – reiðnámskeið

Fimmtudaginn 23. mars byrjar 7 vikna reiðnámskeið, þ.e. þjálfun á hestbaki. Fyrir utan góðan félagsskap við hesta og menn, þá hjálpa hreyfingar hestsins til við að efla jafnvægi og styrkja bak- og lærvöðva. Þátttakendur sem v…

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á MÁLEFNUM FÓLKS MEÐ MS?

Langar þig að hafa áhrif og efla starf MS-félagsins með ýmsum hætti? MS-félagið leitar að áhugasömu fólki í stjórn og nefndir. Í maí á hverju ári er haldinn aðalfundur þar sem farið er yfir störf félagsins á liðnu ári, …