Í dag hafa 45 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið og hafa 12 einstaklingar nú þegar safnað 116.000 kr. Takk fyrir það 🙂
Makanámskeið
Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst miðvikudaginn 6. september næstkomandi. Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu.
Námskeið fyrir nýgreinda
Námskeið fyrir nýgreinda einstaklinga með MS (6 mán. til 3 ár frá greiningu) hefst mánudaginn 25. september.
Reykjavíkurmaraþon – ríflega 3.4 milljónir söfnuðust!
Um helgina fór fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Óhætt er að segja að þátttaka hafi verið afar góð í ár, en ríflega 100 einstaklingar hlupu fyrir félagið, þar á meðal fjórir hlaupahópar.
Fríða Rún, íþróttanæringarfræðingur, gefur hlaupurum góð ráð
Á PEPPI MS-félagsins fyrir hlaupara sína í MS-húsinu sl. þriðjudag var meðal annars boðið upp á fyrirlestur Fríðu Rúnar Þórðardóttur, íþróttanæringarfræðings með meiru, um lokaundirbúning fyrir maraþonið.
Upplýsingar um þjónustu við hreyfihamlaða á Menningarnótt
Hér má finna upplýsingar frá Viðburðardeild Höfuðborgarstofu um bílastæði fyrir hreyfihamlaða, aðgengi inn á hátíðarsvæði, ferðaþjónusta fatlaðra, salernisaðstöðu og dagskrá Menningarnætur ásamt Hátíðarkorti sem sýnir staðsetningu þjónustu.
Við peppum upp hlaupara okkar fyrir maraþonið í ágúst
Þriðjudaginn 15. ágúst kl 18:30 bjóðum við hlaupurum til okkar í MS-húsið. Fríða Rún, næringarráðgjafi, kemur og ræðir um gott mataræði og undirbúning fyrir hlaupið.
- Page 2 of 2
- 1
- 2







