07.05.2019 Fyrirhugað er námskeið fyrir maka fólks með MS ef næg þátttaka næst. TÍMI: 13. maí (mánud.) kl. 17:00 – 20:00 16. maí (fimmtud.) kl. 17:00 – 20:00 20. maí (mánud.) kl. 17:00 – 20:00 STAÐUR: Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík. VERÐ: 5.000 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Boðið er upp á ávexti og kaffi. LÝSING: Námskeiðið er fyrir …
Krossgáta MS-blaðsins: Lokadagur 30. apríl
26.04.2019 Í MS-blaðinu sem sent var til félagsmanna í mars sl. er að finna verðlaunakrossgátu. Í krossgátunni er að finna lausnarorð – málshátt – sem verðlaun verða veitt fyrir lausn á. Verðlaunin eru ekki af verri endanum – tölusett plakat af mynd Eddu Heiðrúnar Backman, „Tveir þrestir“. Ef þið hafið ekki enn sent inn lausnina, en viljið vera með, sendið þá …
Góð stemming á páskabingói
Páskabingóið okkar var að venju haldið helgina fyrir páska og mætti fjöldi barna og fullorðinna. Vinningar voru páskaegg af öllum stærðum og gerðum, auk gjafapoka frá Innes sem innihélt allskonar góðgæti.
Páskabingó 13. apríl
Hið árlega og vinsæla páskabingó MS-félagsins fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið laugardaginn 13. apríl kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum.
MS-blaðið, 1. tbl. 2019, er komið út
Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir Ólaf Thorarensen barnalækni, sérfræðing í heila- og taugasjúkdómum barna um MS í börnum og Ólöfu Elíasdóttur, taugalækni við Sahlgrenska í Gautaborg um algengi MS á Íslandi.
BSc rannsókn: Andleg líðan, heilsa og MS. Þátttakendur óskast!
Hanna Heiða Lárusdóttir er að ljúka við BSc gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hennar, Andleg líðan, heilsa og MS, snýr að heilsu og líðan fólks með MS. Hún biðlar nú til MS-greindra um að svara stuttri könnun sem nálgast má á vefnum.
Fræðslufundur um sálfræði, jóga og meðferðir við MS, laugardaginn 6. apríl kl. 13-15
Fræðsluteymi MS-félagsins stendur fyrir fræðslufundi með fróðlegum fyrirlestrum um sálfræði, jóga og meðferðir við MS í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 laugardaginn 6. apríl kl. 13-15.
Félagsstarf á vorönn
Margt er á döfinni hjá MS-félaginu næstu mánuði; Hornsófinn – prjón og aðrar hannyrðir, fræðslufundur um sálfræði, jóga og lyfjamál, hið sívinsæla páskabingó, aðalfundur félagsins og sumarhátíð í tilefni alþjóðadags MS. Skráið hjá ykkur dagsetningarnar – við hlökkum til að sjá ykkur.
Ýmsar vörur til sölu
MS-félagið er með til sölu sjúkrarúm, tvö náttborð, svefnsófa með skemmli, sjónvarpsskáp, eldhúsborð með 2 stólum, tvo sturtustóla og upphækkun. Nánari upplýsingar hjá MS-felaginu í síma 568 8620 á virkum dögum eða með því að senda tölvupóst á netfangið msfelag@msfelag.is. Nýlegt rúm, lítið notað, með góðri dýnu (90×200) frá Fastus á 200.000 kr. Sjá lýsingu á rúmi hér. …
Sálfræðiþjónusta fyrir fólk með MS og aðstandendur þeirra
MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu. Boðið verður upp á þjónustuna til reynslu til loka júní 2019. MS-félagið hefur gert samning við Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðing, um að sinna sálfræðiþjónustunni. Berglind er með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Berglind þekkir MS-sjúkdóminn vel, …










