MS-félagið er með einstaklega góðan sal til leigu að Sléttuvegi 5 sem tekur 60-70 manns í sæti. Salurinn er leigður út fyrir hvers kyns mannfagnaði.
Styrkur frá Reykjavíkurborg
Í gær veitti velferðarráð Reykjavikurborgar styrki til 35 verkefna, þ.á m. til MS-félagsins. Fékk félagið 1.200.000 kr. til að fjármagna þjónustusamning vegna ráðgjafaþjónustu félagsráðgjafa.
Grunnnámskeið í jóga
MS-félagið býður félagsmönnum sínum upp á 6 vikna grunnnámskeið í jóga, 4. mars – 10. apríl, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður 2 daga í viku í 75 mín. í senn; mánudaga og miðvikudaga kl. 16:15 til 17:30.
Íbúðin á Sléttuvegi 9 ekki lengur til útleigu
MS-félagið hefur sl. 18 ár leigt af Brynju, Hússjóði ÖBÍ, íbúð að Sléttuvegi 9 til skammtímaútleigu fyrir félagsmenn. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá ákvörðun að segja íbúðinni upp frá og með mánaðarmótum febrúar-mars.
Hornsófinn – prjón og aðrar hannyrðir – opið hús
Næstu mánudaga verður opið hús í Setrinu, Sléttuvegi 5, á milli kl. 16 og 18 þar sem hægt verður að koma saman til að prjóna eða gera aðra handavinnu. Leiðbeinandi er Sesselja Guðjónsdóttir, textílkennari. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Ótrúlegur fréttaflutningur
Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.
Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst 22. jan.
Fyrirhugað er námskeið fyrir maka fólks með MS ef næg þátttaka næst, með fyrirvara um breytingar á dagsetningum.
Styrktarþjálfun hjá Styrk – myndband
Styrktarþjálfunin hjá Styrk, Höfðabakka 9, er nú hafin á ný eftir jólafrí. Um er að ræða einstaklingsmiða sértæka líkamlega þjálfun í hópi undir leiðsögn sjúkraþjálfara sem hafa yfigripsmikla þekkingu og reynslu í þjálfun fólks með MS.
Góðar gjafir til MS-félagsins og Setursins
Á dögunum voru félaginu og Setrinu færðar góðar og ómetanlegar gjafir. Kærarr þakkir!
Gleðilega hátíð !!
MS-félagið óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og velunnurum gleðilegra jóla og gæfu og gleði á nýju ári.










