MS-salurinn til leigu

MS-félagið er með einstaklega góðan sal til leigu að Sléttuvegi 5 sem tekur 60-70 manns í sæti. Salurinn er leigður út fyrir hvers kyns mannfagnaði.

Styrkur frá Reykjavíkurborg

Í gær veitti velferðarráð Reykjavikurborgar styrki til 35 verkefna, þ.á m. til MS-félagsins. Fékk félagið 1.200.000 kr. til að fjármagna þjónustusamning vegna ráðgjafaþjónustu félagsráðgjafa.

Grunnnámskeið í jóga

MS-félagið býður félagsmönnum sínum upp á 6 vikna grunnnámskeið í jóga, 4. mars – 10. apríl, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður 2 daga í viku í 75 mín. í senn; mánudaga og miðvikudaga kl. 16:15 til 17:30.

Íbúðin á Sléttuvegi 9 ekki lengur til útleigu

MS-félagið hefur sl. 18 ár leigt af Brynju, Hússjóði ÖBÍ, íbúð að Sléttuvegi 9 til skammtímaútleigu fyrir félagsmenn. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá ákvörðun að segja íbúðinni upp frá og með mánaðarmótum febrúar-mars.

Hornsófinn – prjón og aðrar hannyrðir – opið hús

Næstu mánudaga verður opið hús í Setrinu, Sléttuvegi 5, á milli kl. 16 og 18 þar sem hægt verður að koma saman til að prjóna eða gera aðra handavinnu. Leiðbeinandi er Sesselja Guðjónsdóttir, textílkennari. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

Ótrúlegur fréttaflutningur

Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.

Styrktarþjálfun hjá Styrk – myndband

Styrktarþjálfunin hjá Styrk, Höfðabakka 9, er nú hafin á ný eftir jólafrí. Um er að ræða einstaklingsmiða sértæka líkamlega þjálfun í hópi undir leiðsögn sjúkraþjálfara sem hafa yfigripsmikla þekkingu og reynslu í þjálfun fólks með MS.

Gleðilega hátíð !!

MS-félagið óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og velunnurum gleðilegra jóla og gæfu og gleði á nýju ári.