MS-félag Íslands er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Sækja má um styrk til að greiða skólagjöld, námsbækur, námskeið sem eru hluti af námi og annað sem styrkir einstaklinginn á annan hátt til náms. Umsækjandi skal skila afriti af útlögðum kostnaði vegna námsins. Hámarksstyrkur er 50.000 kr. á ári. Einstaklingur getur sótt aftur um styrk eftir …
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur, sem er eign Öryrkjabandalags Íslands, auglýsir styrki til úthlutunar. Styrkirnir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum.
Kærar þakkir hlauparar, stuðningsmenn og pepparar. Myndir á vefnum.
MS-félagið þakkar hlaupurum og stuðningsmönnum þeirra kærlega fyrir stuðninginn en alls söfnuðust 1.327.082 krónur í Reykjavíkurmaraþoninu um sl. helgi.
Til hlaupara MS-félagsins og stuðningsmanna
Hlaupurum MS-félagsins er boðið að koma á skrifstofu MS-félagsins til að fá frá félaginu, sem takk fyrir þátttökuna, merki félagsins, sem hægt er að næla í hlaupafötin, buff og armband.
Ný söluvara: húfur og fjölnota pokar
Nú er hægt að kaupa fallegar húfur og hentuga fjölnota poka til styrktar MS-félaginu. Hægt er að fá vörurnar sendar með pósti eða nálgast þær á skrifstofu félagsins.
Skráning hafin á ráðstefnu um MS 20. september n.k.
MS-félagið fagnar 50 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku sem allra fyrst.
Hálfur mánuður í Reyjavíkurmaraþonið. Skráning og áheitasöfnun í fullum gangi.
Í dag hafa 45 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið og hafa 12 einstaklingar nú þegar safnað 116.000 kr. Takk fyrir það 🙂
Ráðstefna um MS 20. september
MS-félagið fagnar 50 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.
Reykjavíkurmaraþonið nálgast
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 18. ágúst n.k., er í fullum gangi.
Sumaropnun skrifstofu
Skrifstofa MS-félagsins verður opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 til 15 í júlí og ágúst. Lokað verður frá og með 20. júlí til og með 8. ágúst.










