Alþjóðadagur MS 2018

Sólin skein blítt fyrir okkur á alþjóðdegi MS í gær. Alþjóðadeginum er ætlað að vekja athygli samfélagsins á MS-sjúkdómnum og þeim áskorunum sem fólk með MS og aðstandendur þeirra geta mætt. “Færumst nær” er yfirskrift alþjóðadagsins í ár, en hann er tileinkaður rannsóknum á MS-sjúkdómnum. Mættir voru um 150 manns að njóta dagsins með okkur, en dagskráin var ekki af verri endanum. Björg Ásta Þórðardóttir, formaður félagsins, setti hátíðina og bauð Hr. Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands velkominn. Guðni hélt stutta ræðu áður en hann gekk á milli og blandaði geði við gesti og gangandi.

Óvænt heimsókn frá tölvudeild Arionbanka

Við fengum afar skemmtilega heimsókn á skrifstofuna í dag frá tveim starfsmönnum í tölvudeild Arionbanka, sem komu færandi hendi með styrk uppá ca 120.000 krónur sem safnast höfðu á leikjakvöldi starfsfólksins.

Alþjóðadagur MS

Alþjóðadagur MS verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn miðvikdaginn 30. maí nk. í húsnæði MS-félagsins.

Aðalfundur MS-félagsins 2018

Í gær var aðalfundur MS-félagsins haldinn í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Mættir voru um 30 félagsmenn en fundarstjórn var í höndum Berglindar Guðmundsdóttur, fyrrverandi formanni félagsins.

Aðalfundur MS-félagsins á morgun

Aðalfundur MS-félags Íslands fer fram á morgun, miðvikudaginn 16. maí kl. 17:00, í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Kosningarétt á aðalfundi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald til félagsins fyrir árið 2018.

Minningakortið komið í nýjan búning

MS-félagið hefur undanfarin ár haft til sölu minningarkort, sem við sendum fyrir þína hönd, þar sem þú styrkir félagið í nafni hins látna/hinnar látnu. Minningarkortin eru mikilvægur styrkur við félagið og um leið falleg leið að minnast hins látna. Minningarkortið hefur nú fengið nýjan og fallegan búning, en það prýðir myndin ,,Byr undir báðum” eftir Eddu Heiðrúnu Backman.

Aðalfundur MS-félags Íslands

Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 16. maí 2017 kl. 17:00 (húsið opnar kl 16:30) í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Styrktartónleikar

Þann 11. apríl sl. voru haldnir tónleikar til styrktar ungu fólki með MS í Fella- og Hólakirkju, en að þeim stóðu fjórir nemendur í Háskóla Íslands. Margskonar listamenn komu fram, meðal annars tónlistarmennirnir Hlynur Ben og Rannveig Júlía auk þess sem Dóra var með uppistand.

MS-blaðið, 1. tbl. 2018, er komið út

Nú ætti öllum félagsmönnum MS-félagsins að hafa borist tímarit félagsins, MS-blaðið, sem áður hét MeginStoð. Margir hafa eflaust tekið eftir nýju útliti blaðsins en í tilefni 50 ára afmælisárs félagsins þótti ekki úr vegi að „poppa“ blaðið aðeins upp, bæði með nýju nafni og nýrri uppsetningu.