Fyrir tæpu ári fór af stað stofnfrumurannsókn í Noregi með það að markmiði að bera saman AHSCT-stofnfrumumeðferð við MS-lyfið Lemtrada. Sl. haust var Danmörku og Svíþjóð boðið að taka þátt.
Íbúðin á Sléttuvegi 9 ekki lengur til útleigu
MS-félagið hefur sl. 18 ár leigt af Brynju, Hússjóði ÖBÍ, íbúð að Sléttuvegi 9 til skammtímaútleigu fyrir félagsmenn. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá ákvörðun að segja íbúðinni upp frá og með mánaðarmótum febrúar-mars.
Best er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir greiningu
Rannsóknir benda til þess að MS-greindir með sjúkdómsmyndina MS í köstum (RRMS), sem fá MS-lyf fljótlega eftir greiningu, þróa síður með sér sjúkdómsmyndina síðkomna versnun (SPMS) borið saman við þá sem fá ekki lyf eða þá sem fara ekki strax á lyfjameðferð eftir greiningu.
Blitzima í stað MabThera
Frá 2012 hefur í allt um 90 einstaklingum með MS verið gefið „off label“ lyfið MabThera með virka efninu rituximab. Frá síðasta lyfjaútboði LSH er sjúklingum nú gefið lyfið undir heitinu Blitzima. Sama virka efni – annar framleiðandi – engin áhrif á sjúkling.
Hornsófinn – prjón og aðrar hannyrðir – opið hús
Næstu mánudaga verður opið hús í Setrinu, Sléttuvegi 5, á milli kl. 16 og 18 þar sem hægt verður að koma saman til að prjóna eða gera aðra handavinnu. Leiðbeinandi er Sesselja Guðjónsdóttir, textílkennari. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Ótrúlegur fréttaflutningur
Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.
Styrktarþjálfun hjá Styrk – myndband
Styrktarþjálfunin hjá Styrk, Höfðabakka 9, er nú hafin á ný eftir jólafrí. Um er að ræða einstaklingsmiða sértæka líkamlega þjálfun í hópi undir leiðsögn sjúkraþjálfara sem hafa yfigripsmikla þekkingu og reynslu í þjálfun fólks með MS.
Góðar gjafir til MS-félagsins og Setursins
Á dögunum voru félaginu og Setrinu færðar góðar og ómetanlegar gjafir. Kærarr þakkir!
Námskeið fyrir nýgreinda hefst þriðjudaginn 8. janúar
Námskeið fyrir einstaklinga, nýgreinda með MS, hefst 8. janúar, ef næg þátttaka næst.
Borðalmanökin búin á skrifstofunni – átt þú eitt ógreitt?
Á undaförnum vikum hefur staðið yfir fjáröflun til styrktar starfsemi félagsins þar sem úthringifyrirtæki hefur hringt fyrir okkar hönd og óskað eftir framlagi gegn fallegu borðalmanaki 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Bachman.










