Í gær, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, tóku Bergþóra Bergsdóttir fræðslufulltrúi og Ingdís Líndal framvæmdastjóri, fyrir hönd MS-félagsins, á móti Hvatningarverðlaunum ÖBÍ fyrir gerð fræðslubæklinga um MS-sjúkdóminn sem gefnir voru út vorið 2017.
Skráningu á jólaballið lýkur á miðvikudag
Skráningu á jólaball MS-félagsins sem fram fer laugardaginn 8. desember lýkur á miðvikudag
Góð sala í kortum, borðdagatölum, plakötum, merkimiðum, húfum og fjölnota pokum
Vel hefur verið tekið í söluvörur félagsins af fólki víða um land.
Vilt þú hafa áhrif?
Kallað er eftir áhugasömum einstaklingum frá aðildarfélögunum Öryrkjabandalagsins til þátttöku í starfi málefnahópa ÖBÍ.
Hó hó hó – Það eru að koma jól…. og jólaball
Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 8. desember n.k. kl. 14-16 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 13:45.
Basar MS-Setursins
13.11.2018 Ingibjörg Ólafsdóttir Laugardaginn 17. nóvember verður opið hús og Basar í MS Setrinu, Sléttuvegi 5, 103 Reykjavík. Þar verða boðnir til sölu fallegir munir sem unnir eru á vinnustofunni. Meðal þeirra muna sem verða seldir eru keramik, prjónavörur, glermunir, kerti, skart, viðarvörur og grjóna-hitapokar, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verður boðið upp á heitt súkkulaði og rjómavöfflu á …
Sölustaðir fyrir jóla-/tækifæriskort 2018 og borðalmanak 2019
Hægt er að kaupa jóla-/tækifæriskort ársins 2018 með mynd Dereks K. Mundell og borðalmanak 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Backman víða um land.
„Tímamót í velferðarþjónustu“ – ráðstefna og málstofa 7. – 8. nóvember
Velferðarráðuneytið í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, boðar til ráðstefnu og málstofa dagana 7. – 8. nóvember á Hótel Hilton undir yfirskriftinni „Tímamót í velferðarþjónustu“.
Opið hús / Basar í MS Setrinu 17. nóvember
Hið árlega og sívinsæla opna hús Setursins verður laugardaginn 17. nóvember kl. 13-16.
Könnun á svefngæðum fólks með MS á Íslandi
Samkvæmt erlendum rannsóknum eru svefntruflanir hjá fólki með MS algengar, vangreindar og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir líf og heilsu fólks. Nú er að fara af stað könnun á svefngæðum fólks með MS á Íslandi.










