Lyfjagreiðslunefnd hefur nú samþykkt leyfisskyldu fyrir Ocrevus (ocrelizumab) og því fer að styttast í að hægt sé að taka lyfið í notkun hér á landi.
Takk fyrir frábæra þátttöku í könnun
Fræðsluteymi MS-félagsins þakkar þeim 228 einstaklingum sem tóku þátt í könnun um ósýnileg einkenni og heilbrigðisþjónustu sem lauk í gær. Niðurstaðan verður kynnt í MS-blaðinu sem kemur út í mars n.k.
Mayzent (siponimod) fær markaðsleyfi í Evrópu
Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt markaðsleyfi fyrir lyfið Mayzent (siponimod) sem er ætlað fyrir virka síðkomna versnun MS. Leyfið kemur í kjölfar tilmæla þar að lútandi frá Lyfjastofnun Evrópu.
Umsóknarfrestur í námssjóð til 31. janúar
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir vorönn skulu berast fyrir lok janúar.
Könnun um ósýnileg einkenni og heilbrigðisþjónustu
Síðasta MS-blað var tileinkað ósýnilegum einkennum MS og fékk umfjöllun blaðsins jákvæðar viðtökur. Félagið hefur því ákveðið að kanna umfang ósýnilegra einkenna meðal félagsmanna sinna.
Bogfimisetrið – Félagshópurinn Skellur (áður ungir og nýgreindir)
Laugardaginn 18. janúar kl. 16:50 ætlar félagshópurinn Skellur (áður Ungir- og nýgreindir með MS) að hittast og taka hálftíma leik í bogfimi í Bogfimisetrinu fyrir einungis 1750 kr á manninn. Viðburðurinn er auglýstur nánar inn á FB hópnum “Skellur (MS)”.
Ein æfing á dag kemur skapinu í lag
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
Sálfræðiviðtöl í boði á ný
MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra á ný upp á sálfræðiþjónustu.
Það er Berglind Jóna Jensdóttir, sálfræðingur, sem mun sinna sálfræðiþjónustunni.
Jólakveðja frá MS-félagi Íslands
MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
Skrifstofa MS-félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá og með 23. desember til 3. janúar (báðir dagar meðtaldir).
Kærkominn styrkur frá Góða hirðinum
Jólastyrkveiting Góða hirðisins fór fram þann 19. desember í versluninni, Fellsmúla 28 og hlaut MS-félag Íslands styrk að fjárhæð kr. 750.000, en samtals var 18,5 milljónum úthlutað til 22 verkefna.










