ECTRIMS 2019: D-vítamín fyrir MS-greinda? (fyrri hluti)

D-vítamín er m.a. mikilvægt fyrir starfsemi, uppbyggingu og þroska taugakerfisins. Margar farandfræðilegar rannsóknir benda til þess að lágt magn D-vítamíns í blóði auki hættuna á að fá MS en minna er vitað um áhrif eða ávinning D-vítamíns fyrir einstaklinga sem þegar eru með sjúkdóminn og þá hvort D-vítamín dragi úr MS-köstum og sjúkdómsframgangi.

Hóptímar hjá Styrk, sjúkraþjálfun

MS-greindum á höfuðborgarsvæðinu býðst einstaklingsmiðuð sértæk líkamleg þjálfun hjá Styrk, sjúkraþjálfun, í hópi undir leiðsögn sjúkraþjálfara.

HORNSÓFINN – opið hús: létt spjall og hannyrðir

Nú er komið að því að taka upp þráðinn síðan í vor. Hornsófinn fer aftur af stað þann 3. október og verður á dagskrá í vetur í MS-húsinu fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði milli klukkan 16 og 18.

Rannsókn um svefnraskanir MS-greindra í Læknablaðinu

Fyrir tæpu ári síðan tóku 234 einstaklingar með MS þátt í rannsókn Aðalbjargar Albertsdóttur hjúkrunarfræðings, vegna lokaverkefnis hennar til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, að kanna algengi svefntruflana hjá fólki með MS.

Umsóknarfrestur í námssjóð

Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir haustönn 2019 skulu berast fyrir lok september.

MS-einkenni: Máttminnkun/máttleysi

Máttleysi er algengt MS-einkenni. Máttleysið getur verið íþyngjandi en einnig það vægt að einstaklingurinn finnur einungis fyrir vægri klaufsku í útlimum við áreynslu.