BSc rannsókn: Andleg líðan, heilsa og MS. Þátttakendur óskast!

Hanna Heiða Lárusdóttir er að ljúka við BSc gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hennar, Andleg líðan, heilsa og MS, snýr að heilsu og líðan fólks með MS. Hún biðlar nú til MS-greindra um að svara stuttri könnun sem nálgast má á vefnum.

Félagsstarf á vorönn

Margt er á döfinni hjá MS-félaginu næstu mánuði; Hornsófinn – prjón og aðrar hannyrðir, fræðslufundur um sálfræði, jóga og lyfjamál, hið sívinsæla páskabingó, aðalfundur félagsins og sumarhátíð í tilefni alþjóðadags MS. Skráið hjá ykkur dagsetningarnar – við hlökkum til að sjá ykkur.

Ýmsar vörur til sölu

MS-félagið er með til sölu sjúkrarúm, tvö náttborð, svefnsófa með skemmli, sjónvarpsskáp, eldhúsborð með 2 stólum, tvo sturtustóla og upphækkun. Nánari upplýsingar hjá MS-felaginu í síma 568 8620 á virkum dögum eða með því að senda tölvupóst á netfangið msfelag@msfelag.is.     Nýlegt rúm, lítið notað, með góðri dýnu (90×200) frá Fastus á 200.000 kr. Sjá lýsingu á rúmi hér.   …

Sálfræðiþjónusta fyrir fólk með MS og aðstandendur þeirra

MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu. Boðið verður upp á þjónustuna til reynslu til loka júní 2019. MS-félagið hefur gert samning við Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðing, um að sinna sálfræðiþjónustunni.   Berglind er með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Berglind þekkir MS-sjúkdóminn vel, …

MS-salurinn til leigu

MS-félagið er með einstaklega góðan sal til leigu að Sléttuvegi 5 sem tekur 60-70 manns í sæti. Salurinn er leigður út fyrir hvers kyns mannfagnaði.

Einkenni MS-sjúkdómsins

Stundum er talað um MS sem sjúkdóminn með þúsund andlit. Einkennin eru margbreytileg og einstaklingsbundin, þau geta verið tímabundin eða varanleg og mismunandi er að hve miklu leyti einkennin hafa áhrif á daglegt líf.

Niðurstöður vefkönnunar um meðferð og þjónustu – 3. hluti

20.02.2019 Dagana 28. ágúst til 7. september sl. fór fram vefkönnun fræðsluteymis MS-félagsins til að kanna aðgengi MS-greindra að taugalæknum og lyfjum, algengi líkams- og hugarræktar, hversu hátt hlutfall notar hjálpartæki, hvaða þjónustu MS-félagsins fólk nýtir sér helst og hvort félagið geti gert betur til að bæta þjónustuna við félagsmenn. Könnunin stiklar aðeins á því helsta en gefur vísbendingar um …