Lyfjagreiðslunefnd hefur nú samþykkt leyfisskyldu fyrir Ocrevus (ocrelizumab) og því fer að styttast í að hægt sé að taka lyfið í notkun hér á landi.
Mayzent (siponimod) fær markaðsleyfi í Evrópu
Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt markaðsleyfi fyrir lyfið Mayzent (siponimod) sem er ætlað fyrir virka síðkomna versnun MS. Leyfið kemur í kjölfar tilmæla þar að lútandi frá Lyfjastofnun Evrópu.
Best er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir greiningu
Rannsóknir benda til þess að MS-greindir með sjúkdómsmyndina MS í köstum (RRMS), sem fá MS-lyf fljótlega eftir greiningu, þróa síður með sér sjúkdómsmyndina síðkomna versnun (SPMS) borið saman við þá sem fá ekki lyf eða þá sem fara ekki strax á lyfjameðferð eftir greiningu.
Blitzima í stað MabThera
Frá 2012 hefur í allt um 90 einstaklingum með MS verið gefið „off label“ lyfið MabThera með virka efninu rituximab. Frá síðasta lyfjaútboði LSH er sjúklingum nú gefið lyfið undir heitinu Blitzima. Sama virka efni – annar framleiðandi – engin áhrif á sjúkling.
Ótrúlegur fréttaflutningur
Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.
MabThera er árangursríkt við meðferð á MS í köstum
Þetta er niðurstaða sænskrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu Annals of Neurology á vormánuðum 2016. MabThera hefur verið notað “off label” á Íslandi frá 2012 en mikil líkindi eru með MabThera og MS-lyfinu Ocrevus, sem hlaut markaðsleyfi í Evrópu nú á dögunum, og væntanlegt er á vormánuðum.
Ocrevus fær markaðsleyfi í Evrópu
MS-lyfið Ocrevus hefur nú fengið markaðsleyfi í Evrópu og því vonandi í boði hér á landi á vordögum. Lyfið gagnast helst við MS í köstum (RRMS) en einnig er það fyrsta lyfið sem talið er gagnast einstaklingum sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).
Daniel fær stofnfrumumeðferð
Daniel Hvoldal er 29 ára Dani sem greindist fyrir fjórum árum með MS. Sjúkdómsgangur hans var hraður – hann fékk mörg köst sem skildu eftir sig einkenni eins og gangtruflanir, mikla þreytu og erfiðleika með finhreyfingar.
SEINKUN Á MARKAÐSLEYFI FYRIR MS-LYFIÐ OCREVUS (OCRELIZUMAB)
Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjana (FDA) hefur tilkynnt um frestun á ákvörðun stofnunarinnar um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lyfið Ocrevus (ocrelizumab) til 28. mars. Ocrevus er fyrsta lyfið sem sýnt hefur jákvæðar niðurst…
STOFNFRUMUMEÐFERÐ VIÐ MS ENN Á RANNSÓKNARSTIGI
Í gær var á bresku sjónvarpsstöðinni BBC þáttur sem fjallaði um niðurstöður stofnfrumurannsóknar sem gerð var á Sheffield’s Royal Hallamshire sjúkrahúsinu í Sheffield á Englandi og þótti lofa góðu sem meðferð við MS. Var …
- Page 1 of 2
- 1
- 2









