Stofnfrumumeðferð við MS í köstum

Bráðabirgðaniðurstöður MIST-rannsóknarinnar (#1), sem kynntar voru 17. mars sl., sýna góðan árangur stofnfumumeðferðar (AHSCT) (#2) fyrir fólk með mjög virkan MS-sjúkdóm í köstum. MS-köstum þátttakenda fækkaði svo um munaði og margir fengu einhvern bata.

MS-lyfið Zinbryta innkallað vegna aukaverkana

Lyfjafyrirtækin Biogen og AbbVie hafa innkallað MS-lyfið Zinbryta, sem fékk markaðsleyfi í Evrópu um mitt ár 2016 og á Íslandi 2017. Lyfið hefur ekki verið ávísað á Íslandi.