Mörgum þykir ansi langur tími líða frá því að frétt berst þess efnis að eitthvað ákveðið lyf hafi lofað svo góðu í rannsóknum að leyfishafi lyfsins hafi ákveðið að sækja um markaðsleyfi fyrir lyfið svo hefja megi almenna notkun þess.
Mikilvægt er að hefja meðferð við MS sem fyrst
Mikilvægt er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir að einkenna MS-sjúkdómsins verður vart svo koma megi í veg fyrir fötlun síðar í sjúkdómsferlinu eða í það minnsta, seinka ferlinu. Þetta sýnir ný dönsk rannsókn.
Uppgötvun fyrir stöðuga versnun MS (PPMS)
Þar sem erfitt hefur reynst að þróa ný lyf við stöðugri versnun MS (SVMS e. PPMS) en þörf fyrir meðferð verið mikil, hafa vísindamenn verið að prófa lyf við öðrum sjúkdómum fyrir þessa gerð MS.
OZANIMOD LOFAR GÓÐU Í FASA-II RANNSÓKN
Í apríl-hefti læknatímaritsins Lancet voru birtar niðurstöður fasa-II rannsóknar á lyfinu Ozanimod og lofa niðurstöður góðu fyrir þá sem eru með MS í köstum. Samkvæmt þeim dró Ozanimod verulega úr sjúkdómsvirkni þát…




