Á ECTRIMS 2019 voru kynntar niðurstöður nýrra rannsókna sem sýna fram á frekari gagnsemi Mayzent (siponimod), umfram það sem áður hefur verið sýnt fram á.
Google útilokar auglýsingar frá fyrirtækjum sem selja stofnfrumumeðferðir
Google hefur nú útilokað með öllu auglýsingar á leitarvél sinni frá fyrirtækjum sem selja stofnfrumu-, frumu- og erfðatæknimeðferðir sem enn eru á tilraunastigi.
Niðurstöður vefkönnunar um meðferð og þjónustu – 1. hluti
Dagana 28. ágúst til 7. september fór fram vefkönnun fræðsluteymis MS-félagsins. Þessi grein er sú fyrsta sem greinir frá helstu niðurstöðum. Fleiri eru væntanlegar síðar.
Vísindamenn greina nýtt afbrigði af MS
Vísindamenn hafa greint nýtt afbrigði af MS, MCMS, sem ekki sést á sneiðmynd af heila MS-sjúklings í MRI (segulómun), og því aðeins hægt að greina eftir andlát. Við MCMS eiga taugaskemmdir sér stað án niðurbrots á mýelíni í heila, eins og talið er einkennandi fyrir MS-sjúkdóminn.
Töflulyfið Mavenclad (cladribine) er komið með markaðsleyfi í Evrópu
MS-lyfið Mavenclad hefur nú fengið markaðsleyfi í Evrópu og því vonandi aðgengilegt á Íslandi fljótlega á nýju ári. Mavenclad hefur mikla langtímaverkun.
FRANSKIR VÍSINDAMENN HAFA ÞRÓAÐ NÝTT MÓTEFNI SEM GÆTI GAGNAST VIÐ MS
Frönskum vísindamönnum hefur tekist að þróa mótefni sem getur komið í veg fyrir að óæskilegar ónæmisfrumur komist í miðtaugakerfið og valdi þar skaða á taugakerfinu. Danskur vísindamaður segir þetta óvænta uppgötvun með…






