Allt að 75% einstaklinga með MS, bæði konur og karlar, eiga í einhvers konar vandræðum með tæmingu þvagblöðrunnar. Ástæðan er truflun á taugaboðum. Einkennandi fyrir MS er að fólki verður „brátt“ og á af þeim sökum á hættu að ná ekki á salerni og missa þar með þvag.
„Fær barnið mitt einnig MS?“
„Fær barnið mitt einnig MS?“, hugsa margir foreldrar og hafa áhyggjur. Þessar áhyggjur geta þjakað hugann þegar pör íhuga barneignir, á meðan barnið er í móðurkviði eða eftir því sem barnið eldist. Líkurnar eru hins vegar það litlar að best er að ýta þessum áhyggjum til hliðar og njóta frekar samvistana við barnið.
Þunglyndi: Hvað er til ráða?
Ýmislegt er hægt að gera til að takast á við þunglyndi. Fyrsta skrefið er að einstaklingurinn viðurkenni vandann og leiti sér aðstoðar, t.d. með því að ræða við einhvern úr fjölskyldunni eða tala við heimilislækni.
Þjáist þú af þunglyndi?
Sýnt hefur verið fram á að meira er um þunglyndi hjá fólki með MS, borið saman við heilbrigt fólk og einstaklinga með aðra alvarlega sjúkdóma, en rannsóknir benda til að MS-skemmdir á ákveðnum stöðum í heila geti valdið þunglyndi.
Jákvæðni og bjartsýni hefur áhrif á heilsu
Sigurður Kristinsson, 23 ára, átti frábær lokaorð í viðtali í 2. tbl. MeginStoðar 2017 undir yfirskriftinni „Með jákvæðnina að leiðarljósi“.
Hvernig mun sjúkdómur minn þróast?
Við MS-greiningu fyllast margir áhyggjum og kvíða yfir framtíðinni og spyrja lækni sinn um hverjar horfurnar eru. „Mun ég lifa óbreyttu lífi eða mun ég enda í hjólastól?“
MS og þarmaflóran
Fjölmargar rannsóknir eru nú gerðar á mögulegu orsakasamhengi á milli örveruflóru meltingavegar og einstaklinga með MS. Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að bakteríur í þörmum hafi áhrif á sjúkdómsframvindu MS-greindra.
MS-þreyta er engin venjuleg þreyta. Fáðu hér góð ráð.
MS-þreyta er engin venjuleg þreyta, eins og fram kemur í greininni „MS-þreyta er ekki auðveld viðfangs“ sem birt var á vefnum í síðustu viku.
MS-þreyta er ekki auðveld viðfangs
Þreyta er algengt einkenni MS. Stundum er MS-þreytu ruglað saman við leti áður en sjúkdómurinn er greindur en sumir upplifa þreytu sem fyrsta einkenni MS.
HVAÐ ER MS? Fræðist og deilið
Við hvetjum alla til að deila þessari mynd og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Fræðsla eykur skilning!










