Styrktartónleikar

Þann 11. apríl sl. voru haldnir tónleikar til styrktar ungu fólki með MS í Fella- og Hólakirkju, en að þeim stóðu fjórir nemendur í Háskóla Íslands. Margskonar listamenn komu fram, meðal annars tónlistarmennirnir Hlynur Ben og Rannveig Júlía auk þess sem Dóra var með uppistand.

Ungmennaráð gerir fræðslumyndband

Um þessar mundir stendur Ungmennaráð MS-félags Íslands að gerð fræðslumyndbands um MS. Handritið er í höndum hópsins Ungir / nýgreindir með MS og er öllum boðið að taka þátt sem vilja.