Sálfræðiþjónusta fyrir fólk með MS og aðstandendur þeirra

MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu. Boðið verður upp á þjónustuna til reynslu til loka júní 2019. MS-félagið hefur gert samning við Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðing, um að sinna sálfræðiþjónustunni.   Berglind er með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Berglind þekkir MS-sjúkdóminn vel, …

MS-salurinn til leigu

MS-félagið er með einstaklega góðan sal til leigu að Sléttuvegi 5 sem tekur 60-70 manns í sæti. Salurinn er leigður út fyrir hvers kyns mannfagnaði.

Einkenni MS-sjúkdómsins

Stundum er talað um MS sem sjúkdóminn með þúsund andlit. Einkennin eru margbreytileg og einstaklingsbundin, þau geta verið tímabundin eða varanleg og mismunandi er að hve miklu leyti einkennin hafa áhrif á daglegt líf.

Niðurstöður vefkönnunar um meðferð og þjónustu – 3. hluti

20.02.2019 Dagana 28. ágúst til 7. september sl. fór fram vefkönnun fræðsluteymis MS-félagsins til að kanna aðgengi MS-greindra að taugalæknum og lyfjum, algengi líkams- og hugarræktar, hversu hátt hlutfall notar hjálpartæki, hvaða þjónustu MS-félagsins fólk nýtir sér helst og hvort félagið geti gert betur til að bæta þjónustuna við félagsmenn. Könnunin stiklar aðeins á því helsta en gefur vísbendingar um …

Styrkur frá Reykjavíkurborg

Í gær veitti velferðarráð Reykjavikurborgar styrki til 35 verkefna, þ.á m. til MS-félagsins. Fékk félagið 1.200.000 kr. til að fjármagna þjónustusamning vegna ráðgjafaþjónustu félagsráðgjafa.

RAM-MS: Stofnfrumurannsókn á Norðurlöndunum

Fyrir tæpu ári fór af stað stofnfrumurannsókn í Noregi með það að markmiði að bera saman AHSCT-stofnfrumumeðferð við MS-lyfið Lemtrada. Sl. haust var Danmörku og Svíþjóð boðið að taka þátt.

Grunnnámskeið í jóga

MS-félagið býður félagsmönnum sínum upp á 6 vikna grunnnámskeið í jóga, 4. mars – 10. apríl, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður 2 daga í viku í 75 mín. í senn; mánudaga og miðvikudaga kl. 16:15 til 17:30.

Íbúðin á Sléttuvegi 9 ekki lengur til útleigu

MS-félagið hefur sl. 18 ár leigt af Brynju, Hússjóði ÖBÍ, íbúð að Sléttuvegi 9 til skammtímaútleigu fyrir félagsmenn. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá ákvörðun að segja íbúðinni upp frá og með mánaðarmótum febrúar-mars.

Best er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir greiningu

Rannsóknir benda til þess að MS-greindir með sjúkdómsmyndina MS í köstum (RRMS), sem fá MS-lyf fljótlega eftir greiningu, þróa síður með sér sjúkdómsmyndina síðkomna versnun (SPMS) borið saman við þá sem fá ekki lyf eða þá sem fara ekki strax á lyfjameðferð eftir greiningu.