Blitzima í stað MabThera

Frá 2012 hefur í allt um 90 einstaklingum með MS verið gefið „off label“ lyfið MabThera með virka efninu rituximab. Frá síðasta lyfjaútboði LSH er sjúklingum nú gefið lyfið undir heitinu Blitzima. Sama virka efni – annar framleiðandi – engin áhrif á sjúkling.

Hornsófinn – prjón og aðrar hannyrðir – opið hús

Næstu mánudaga verður opið hús í Setrinu, Sléttuvegi 5, á milli kl. 16 og 18 þar sem hægt verður að koma saman til að prjóna eða gera aðra handavinnu. Leiðbeinandi er Sesselja Guðjónsdóttir, textílkennari. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

Ótrúlegur fréttaflutningur

Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.

Styrktarþjálfun hjá Styrk – myndband

Styrktarþjálfunin hjá Styrk, Höfðabakka 9, er nú hafin á ný eftir jólafrí. Um er að ræða einstaklingsmiða sértæka líkamlega þjálfun í hópi undir leiðsögn sjúkraþjálfara sem hafa yfigripsmikla þekkingu og reynslu í þjálfun fólks með MS.

Gleðilega hátíð !!

MS-félagið óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og velunnurum gleðilegra jóla og gæfu og gleði á nýju ári.

Myndir frá jólaballinu – takk fyrir komuna kæru gestir

Að venju stóð MS-félagið fyrir jólaballi í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Margmenni mætti – yfir 100 börn, foreldrar þeirra, afar og ömmur …… og ekki síst tveir jólasveinar, þeir bræður Giljagaur og Kertasníkir.