Námskeið fyrir foreldra

Námskeiðið er fyrir foreldri/a sem eiga uppkomin eða yngri börn með MS-sjúkdóminn og byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi.

Uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons

Á dögunum fór fram uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Berglind Björgúlfsdóttir og Ólína Ólafsdóttir mættu fyrir hönd félagsins til að taka formlega á móti þeim 1.327.082 kr. sem söfnuðust í maraþoninu.

Ráðstefna um MS 20. september: NÝ STAÐSETNING OG TÍMI

Vegna mikillar skráningar á ráðstefnuna um MS 20. september n.k. hefur staðsetning ráðstefnunnar verið færð úr húsnæði MS-félagsins í Gullhamra, Þórhildarstíg 2, Grafarholti. Af þeim sökum þurfti að seinka dagskrá um 30 mínútur.

Hjálparhönd Íslandsbanka lætur til sín taka

Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka mættu gallvösk í MS-húsið undir lok ágúst sl. til að fegra umhverfi MS-hússins með því að reyta arfa og illgresi, skera kanta og vinna aðra garðvinnu.

Vísindamenn greina nýtt afbrigði af MS

Vísindamenn hafa greint nýtt afbrigði af MS, MCMS, sem ekki sést á sneiðmynd af heila MS-sjúklings í MRI (segulómun), og því aðeins hægt að greina eftir andlát. Við MCMS eiga taugaskemmdir sér stað án niðurbrots á mýelíni í heila, eins og talið er einkennandi fyrir MS-sjúkdóminn.