Áskorun MS-félagsins til heilbrigðisráðherra

MS-félag Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að hafna þeirri fyrirætlan Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að segja upp núgildandi rammasamningi við sjúkraþjálfara fyrir lok mánaðarins, með sex mánaða fyrirvara, geri ráðherra ekki athugasemdir

Mikið fjör og gaman í styrktarþjálfun

Hann var hress MS-hópurinn sem mætti í fullum öskudagsskrúða í þjálfun hjá Styrk í gær. Að sjálfsögðu var þó ekki slegið slöku við æfingarnar þó búningarnir flæktust fyrir hjá sumum og þyngdu aðeins æfingarnar.

Þvagfærasýking – einkenni og ráð

Þvagfærasýking er nokkuð algeng meðal einstaklinga með MS. Mikilvægt er að vera á verði gagnvart einkennum þvagfærasýkingar því hún getur aukið á MS-einkenni og líkst MS-kasti.

Námskeið fyrir nýgreinda

Mánudaginn 12. febrúar hefst námskeið fyrir MS-fólk með tiltölulega nýja greiningu (6 mán. til 3 ár) og byggist á fræðslu og umræðum. Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning.

Þvagblöðruvandamál – hvað er til ráða?

Allt að 75% einstaklinga með MS, bæði konur og karlar, eiga í einhvers konar vandræðum með tæmingu þvagblöðrunnar. Ástæðan er truflun á taugaboðum. Einkennandi fyrir MS er að fólki verður „brátt“ og á af þeim sökum á hættu að ná ekki á salerni og missa þar með þvag.

MabThera er árangursríkt við meðferð á MS í köstum

Þetta er niðurstaða sænskrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu Annals of Neurology á vormánuðum 2016. MabThera hefur verið notað “off label” á Íslandi frá 2012 en mikil líkindi eru með MabThera og MS-lyfinu Ocrevus, sem hlaut markaðsleyfi í Evrópu nú á dögunum, og væntanlegt er á vormánuðum.

Stofnun Stuðningsnets

Þann 18. janúar sl. var haldinn stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna. Stuðningsnetið er samvinnuverkefni 14 félaga, má þar auk MS-félagsins nefna Alzheimer samtökin, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Parkinsonsamtökin ásamt fleirum.

Ocrevus fær markaðsleyfi í Evrópu

MS-lyfið Ocrevus hefur nú fengið markaðsleyfi í Evrópu og því vonandi í boði hér á landi á vordögum. Lyfið gagnast helst við MS í köstum (RRMS) en einnig er það fyrsta lyfið sem talið er gagnast einstaklingum sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).

Námskeið fyrir börn MS-greindra

Helgina 9-11 febrúar nk. verður haldið fræðandi og skemmtilegt námskeið fyrir börn MS-greindra. Námskeiðið fer fram í húsnæði MS-félagsins, Sléttuvegi 5, námskeiðsgjaldið er 2.500 en veittur er systkinaafsláttur auk þess sem þeir sem eru búsettir utan höfuðborgasvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Umsjón með námskeiðinu hefur Systkinasmiðjan: Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og Hanna Björnsdóttir, félagsráðgjafi og MA í fötlunarfræðum. Skráning hér á síðunni eða í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is, hámarksfjöldi þátttakenda eru 14 börn.