Fái Mavenclad markaðsleyfi og verði tekið í notkun hér á landi, er um að ræða nýja lyfjategund í flóru MS-lyfja á Íslandi. Lyfið hefur mikla langtímaverkun.
Getur þú hugsað þér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir MS-félagið?
Stuðningur hlaupara og stuðningsmanna þeirra er MS-félaginu ómetanlegur og kemur að góðum notum við að efla félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn.
Getur kólesteról-lækkandi lyf verið lausnin við síðkominni versnun MS?
Til að svara þessu mun stórri fasa-3 rannsókn verða hleypt af stokkunum nú í sumar. Endanlegar niðurstöður munu liggja fyrir árið 2023. Rannsóknin er gerð í framhaldi af góðri niðurstöðu fasa-2 rannsóknar sem kynnt var fyrir þremur árum í vísindaritinu Lancet.
HVAÐ ER MS? Fræðist og deilið
Við hvetjum alla til að deila þessari mynd og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Fræðsla eykur skilning!
Þáttur á RÚV 13. júní: Er hægt að lækna MS-sjúkdóminn? – Nokkrar staðreyndir um stofnfumumeðferð við MS
Er hægt að lækna MS-sjúkdóminn? Um þetta er spurt í Panorama þætti BBC sem frumsýndur var á BBC 18. janúar 2016 og sem sýndur verður í sjónvarpi RÚV þriðjudaginn 13. júní kl. 19:35.
Styrktarsjóður til náms – Umsóknarfrestur til 30. júní vegna haustannar 2017
MS-félag Íslands er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Hámarksstyrkur er 50.000 kr. á ári.
Sólrík sumarhátíð að baki – myndir á vefnum
Fjölmenni var á sumarhátíð félagsins á alþjóðadegi MS 31. maí sl. undir yfirskriftinni Lifað með MS enda margt í boði.
Lifað með MS: Flott myndband með Láru Björk Bender
MS-félag Íslands fékk kynningarmyndband að gjöf frá Öryrkjabandalagi Íslands í tilefni af 55 ára afmæli bandalagsins.
Langþráð stund – Fræðslubæklingarnir komnir í hús
Í dag rann upp langþráð stund þegar 6 nýir fræðslubæklingar MS-félagsins komu í hús frá prentsmiðju. Bæklingarnir eru í fallegri öskju ásamt bókamerki og skemmtilegu kynningarkorti.
MS-félagið á Snapchat
MS-félagið hefur ákveðið að fara af stað með Snapchat-aðganginn, #lifadmedms, sem gefur fólki tækifæri á að skyggnast inn í líf fólks sem lifir með MS, spyrja spurninga og opna umræðuna um sjúkdóminn.










