16.05.2019 Í tilefni Alþjóðadags MS verður sumarhátíð MS-félagsins haldin að venju í sól og sumaryl á Sléttuveginum. Fjörið byrjar kl. 16 miðvikudaginn 29. maí og stendur til um kl. 18. Félagar úr leikhópnum Lotta mæta á svæðið kl. 16:30 til að skemmta gestum og í kjölfarið ætlar Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Jón 500 kall úr Idolinu, að syngja og spila á gítarinn sinn. Boðið …
Nýr félagsráðgjafi MS-félagsins
15.05.2019 Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðin til starfa fyrir félagið. Hún mun sinna félagsráðgjöf, fjölskyldu- og parameðferð fyrir félagsmenn MS-félagsins. Íris Eik útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2003 og sem fjölskyldufræðingur frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2018. Hún er einnig með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í réttarfélagsráðgjöf frá árinu 2010 og framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu frá …
Vinningshafi og lausn krossgátu
11.05.2019 Dregið hefur verið úr innsendum réttum lausnum krossgátu í 1. tbl. MS-blaðsins 2019. Lausnarorðið er: “HRÓSA SKAL HAPPI ÞÁ HÖND GEYMIR”. Vinningshafi er Guðný Björg Bjarnadóttir og óskum við henni til hamingju með vinninginn sem ekki er af verri endanum: Tölusett plakat af mynd Eddu Heiðrúnar Backman, „Tveir þrestir“. Hér má sjá lausn krossgátunnar BB
ÖBI: Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur – opið fyrir umsóknir
11.05.2019 Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og ÖBÍ auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkir eru veittir til: öryrkja vegna hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. Rafrænt umsóknareyðublað. Einnig er hægt að nálgast eyðublöð á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík. …
Námskeið fyrir maka fólks með MS 13. maí
07.05.2019 Fyrirhugað er námskeið fyrir maka fólks með MS ef næg þátttaka næst. TÍMI: 13. maí (mánud.) kl. 17:00 – 20:00 16. maí (fimmtud.) kl. 17:00 – 20:00 20. maí (mánud.) kl. 17:00 – 20:00 STAÐUR: Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík. VERÐ: 5.000 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Boðið er upp á ávexti og kaffi. LÝSING: Námskeiðið er fyrir …
Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – MAÍ :-)
02.05.2019 Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins. Hér getur þú nálgast æfingaplanið fyrir maí Blöðin eru tvö – annað er með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á hitt getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan. Nú er sumarið komið og flestir fara því að hreyfa sig meira úti. Maí-planið er með …
Krossgáta MS-blaðsins: Lokadagur 30. apríl
26.04.2019 Í MS-blaðinu sem sent var til félagsmanna í mars sl. er að finna verðlaunakrossgátu. Í krossgátunni er að finna lausnarorð – málshátt – sem verðlaun verða veitt fyrir lausn á. Verðlaunin eru ekki af verri endanum – tölusett plakat af mynd Eddu Heiðrúnar Backman, „Tveir þrestir“. Ef þið hafið ekki enn sent inn lausnina, en viljið vera með, sendið þá …
Aðalfundarboð MS-félags Íslands
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 9. maí kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5. Sjá meðf. fundarboð.
Góð stemming á páskabingói
Páskabingóið okkar var að venju haldið helgina fyrir páska og mætti fjöldi barna og fullorðinna. Vinningar voru páskaegg af öllum stærðum og gerðum, auk gjafapoka frá Innes sem innihélt allskonar góðgæti.










