MS-einkenni: Jafnvægisleysi

Jafnvægistruflanir hjá MS-greindum geta stafað af MS-sárum í litla heila, þ.e. valdið truflunum á samskiptum á milli litla heila og líkamans, og vegna óbeinna áhrifa annarra MS-einkenna.

Páskabingó 13. apríl

Hið árlega og vinsæla páskabingó MS-félagsins fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið laugardaginn 13. apríl kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum.

MS-blaðið, 1. tbl. 2019, er komið út

Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir Ólaf Thorarensen barnalækni, sérfræðing í heila- og taugasjúkdómum barna um MS í börnum og Ólöfu Elíasdóttur, taugalækni við Sahlgrenska í Gautaborg um algengi MS á Íslandi.

BSc rannsókn: Andleg líðan, heilsa og MS. Þátttakendur óskast!

Hanna Heiða Lárusdóttir er að ljúka við BSc gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hennar, Andleg líðan, heilsa og MS, snýr að heilsu og líðan fólks með MS. Hún biðlar nú til MS-greindra um að svara stuttri könnun sem nálgast má á vefnum.

Félagsstarf á vorönn

Margt er á döfinni hjá MS-félaginu næstu mánuði; Hornsófinn – prjón og aðrar hannyrðir, fræðslufundur um sálfræði, jóga og lyfjamál, hið sívinsæla páskabingó, aðalfundur félagsins og sumarhátíð í tilefni alþjóðadags MS. Skráið hjá ykkur dagsetningarnar – við hlökkum til að sjá ykkur.

Ýmsar vörur til sölu

MS-félagið er með til sölu sjúkrarúm, tvö náttborð, svefnsófa með skemmli, sjónvarpsskáp, eldhúsborð með 2 stólum, tvo sturtustóla og upphækkun. Nánari upplýsingar hjá MS-felaginu í síma 568 8620 á virkum dögum eða með því að senda tölvupóst á netfangið msfelag@msfelag.is.     Nýlegt rúm, lítið notað, með góðri dýnu (90×200) frá Fastus á 200.000 kr. Sjá lýsingu á rúmi hér.   …