Jólaball MS-félagsins 2019

Árlegt jólaball MS-félagsins verður haldið laugardaginn 7. desember n.k. kl. 14-16 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Aðgangur ókeypis en skráning nauðsynleg.

Ný söluvara: Jóla-/tækifæriskort, dagatal og plaköt

Sala er hafin á jólakorti ársins, sem í ár skartar verkinu Hortensía eftir Pétur Gaut.
Höfum einnig til sölu plaköt eftir tveimur myndum Eddu Heiðrúnar Backman, “Í hásal vinda” og “Húmar að”.
Þá er ótalið borðdagatal fyrir árið 2020, einnig með myndum Eddu Heiðrúnar Backman.

Hjálparhönd Íslandsbanka í MS-húsinu

Vikan hér á Sléttuveginum hefur einkennst af miklu annríki. Þessi tími ársins er einn sá annasamasti hjá okkur því eitt helsta fjáröflunarverkefnið okkar er sala á jólakortum og þeim þarf að pakka í söluumbúðir. Við nutum liðsinnis starfsfólks Íslandsbanka í vikunni.

Vilt þú hafa áhrif?

Kallað er eftir áhugasömum einstaklingum frá aðildarfélögunum Öryrkjabandalagsins til þátttöku í starfi málefnahópa ÖBÍ.

Jólaball MS-félagsins

Hó-hó-hó – það eru að koma jól…. Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 9. desember n.k. kl. 13 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 12:30.

Sölustaðir jólakortsins 2017

Eins og mörg undanfarin ár mun MS-félag Íslands selja jólakort til styrktar starfsemi sinni. Í ár er á kortunum einstaklega falleg mynd, “Tveir þrestir”, sem listakonan Edda Heiðrún Backman gaf félaginu fyrir andlát sitt. Sex kort eru saman í fallegri pakkningu á 1.000 kr.