Umsóknarfrestur í námssjóð

Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir haustönn 2019 skulu berast fyrir lok september.

Frábærlega vel heppnuð MS-ráðstefna að baki

MS-félagið fagnaði 50 ára afmæli 20. september og bauð af því tilefni til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni. Ráðstefnan bar yfirskriftina – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur.

Námskeið fyrir foreldra

Námskeiðið er fyrir foreldri/a sem eiga uppkomin eða yngri börn með MS-sjúkdóminn og byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi.

Uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons

Á dögunum fór fram uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Berglind Björgúlfsdóttir og Ólína Ólafsdóttir mættu fyrir hönd félagsins til að taka formlega á móti þeim 1.327.082 kr. sem söfnuðust í maraþoninu.

Ráðstefna um MS 20. september: NÝ STAÐSETNING OG TÍMI

Vegna mikillar skráningar á ráðstefnuna um MS 20. september n.k. hefur staðsetning ráðstefnunnar verið færð úr húsnæði MS-félagsins í Gullhamra, Þórhildarstíg 2, Grafarholti. Af þeim sökum þurfti að seinka dagskrá um 30 mínútur.

Hjálparhönd Íslandsbanka lætur til sín taka

Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka mættu gallvösk í MS-húsið undir lok ágúst sl. til að fegra umhverfi MS-hússins með því að reyta arfa og illgresi, skera kanta og vinna aðra garðvinnu.