Takk fyrir frábæra þátttöku í könnun

Fræðsluteymi MS-félagsins þakkar þeim 228 einstaklingum sem tóku þátt í könnun um ósýnileg einkenni og heilbrigðisþjónustu sem lauk í gær. Niðurstaðan verður kynnt í MS-blaðinu sem kemur út í mars n.k.

Mayzent (siponimod) fær markaðsleyfi í Evrópu

Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt markaðsleyfi fyrir lyfið Mayzent (siponimod) sem er ætlað fyrir virka síðkomna versnun MS. Leyfið kemur í kjölfar tilmæla þar að lútandi frá Lyfjastofnun Evrópu.

Sálfræðiviðtöl í boði á ný

MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra á ný upp á sálfræðiþjónustu.
Það er Berglind Jóna Jensdóttir, sálfræðingur, sem mun sinna sálfræðiþjónustunni.

Best er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir greiningu

Rannsóknir benda til þess að MS-greindir með sjúkdómsmyndina MS í köstum (RRMS), sem fá MS-lyf fljótlega eftir greiningu, þróa síður með sér sjúkdómsmyndina síðkomna versnun (SPMS) borið saman við þá sem fá ekki lyf eða þá sem fara ekki strax á lyfjameðferð eftir greiningu.

Blitzima í stað MabThera

Frá 2012 hefur í allt um 90 einstaklingum með MS verið gefið „off label“ lyfið MabThera með virka efninu rituximab. Frá síðasta lyfjaútboði LSH er sjúklingum nú gefið lyfið undir heitinu Blitzima. Sama virka efni – annar framleiðandi – engin áhrif á sjúkling.