ECTRIMS 2019: Ocrevus og Blitzima – Sama virkni eða hvað?

MS-lyfið Ocrevus er með markaðsleyfi í Evrópu sem meðferð við MS í köstum og, sem það fyrsta, við stöðugri versnun MS. Það hefur því markaðsleyfi á Íslandi en hefur þó ekki hlotið samþykki Lyfjagreiðslunefndar(4) fyrir greiðsluþátttöku ríkisins.

ECTRIMS 2019: Gagnast Blitzima (MabThera) MS-greindum?

Gagnsemi lyfsins Blitzima / MabThera fyrir MS-greinda var til umræðu á ECTRIMS-ráðstefnunni(1) 11. – 13. september sl. Blitzima / MabThera er hvergi í heiminum markaðssett sem MS-lyf en hefur verið notað sem slíkt á Íslandi síðan 2012.

Bólusetning gegn árlegri inflúensu og lungnabólgu

Einstaklingar með MS á ónæmisbælandi meðferð mega fá flensusprautuna, þar sem hún inniheldur bóluefni sem eru ekki lifandi. Margir sem tilheyra áhættuhópum velja jafnframt að fá bólusetningu gegn pneumókokkum, sem eru bakteríur sem valda m.a. lungnabólgum og fleiri alvarlegum sýkingum.

MS-blaðið, 2. tbl. 2019 er komið út

Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir Bergþóru Bergsdóttur, fræðslufulltrúa félagsins, um ósýnileg einkenni MS og Hönnu Heiðu Lárusdóttur, BSc í sálfræði, um andlega heilsu MS-fólks á Íslandi.

ECTRIMS 2019: D-vítamín fyrir MS-greinda? (fyrri hluti)

D-vítamín er m.a. mikilvægt fyrir starfsemi, uppbyggingu og þroska taugakerfisins. Margar farandfræðilegar rannsóknir benda til þess að lágt magn D-vítamíns í blóði auki hættuna á að fá MS en minna er vitað um áhrif eða ávinning D-vítamíns fyrir einstaklinga sem þegar eru með sjúkdóminn og þá hvort D-vítamín dragi úr MS-köstum og sjúkdómsframgangi.

Hóptímar hjá Styrk, sjúkraþjálfun

MS-greindum á höfuðborgarsvæðinu býðst einstaklingsmiðuð sértæk líkamleg þjálfun hjá Styrk, sjúkraþjálfun, í hópi undir leiðsögn sjúkraþjálfara.