Afgreiðsla MS-félagsins verður lokuð á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 og munum við eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu.
Nánar um kórónavírusinn og MS
Yfirlýsing alþjóðasamtaka MS (MSIF) í kjölfar fundar framkvæmdastjórnar MSIF, lækna- og vísindanefndar MSIF, forseta TRIMS og samtaka starfsfólks sem vinnur við rannsóknir, hefur nú verið birt á heimasíðu þeirra, msif.org.
Styrkur frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar
Styrkir Velferðarráðs Reykjavíkurborgar til hagsmuna- og félagasamtaka til verkefna á sviði velferðarmála voru afhentir við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær, miðvikudaginn 4. mars. MS-félagið fékk þjónustusamning um ráðgjafaþjónustu til eins árs að upphæð kr. 1,2 milljónir.
Kórónaveiran (COVID-19): Leiðbeiningar frá sóttvarnalækni
Sóttvarnalæknir beinir því til félagasamtaka og félaga sjúklinga og/eða aðstandenda að koma eftirfarandi skilaboðum um smitvarnir vegna kórónaveiru (COVID-19) á framfæri til þeirra sem málið varðar:
Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – Mars :-)
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – APRÍL :-)
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
MS-sjúkdómurinn er áskorun – fræðsla eykur skilning
Nokkrar staðreyndir um MS-sjúkdóminn
MS-blaðið, 1. tbl. 2019, er komið út
Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir Ólaf Thorarensen barnalækni, sérfræðing í heila- og taugasjúkdómum barna um MS í börnum og Ólöfu Elíasdóttur, taugalækni við Sahlgrenska í Gautaborg um algengi MS á Íslandi.
BSc rannsókn: Andleg líðan, heilsa og MS. Þátttakendur óskast!
Hanna Heiða Lárusdóttir er að ljúka við BSc gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hennar, Andleg líðan, heilsa og MS, snýr að heilsu og líðan fólks með MS. Hún biðlar nú til MS-greindra um að svara stuttri könnun sem nálgast má á vefnum.
Fræðslufundur um sálfræði, jóga og meðferðir við MS, laugardaginn 6. apríl kl. 13-15
Fræðsluteymi MS-félagsins stendur fyrir fræðslufundi með fróðlegum fyrirlestrum um sálfræði, jóga og meðferðir við MS í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 laugardaginn 6. apríl kl. 13-15.










