Nánar um kórónavírusinn og MS

Yfirlýsing alþjóðasamtaka MS (MSIF) í kjölfar fundar framkvæmdastjórnar MSIF, lækna- og vísindanefndar MSIF, forseta TRIMS og samtaka starfsfólks sem vinnur við rannsóknir, hefur nú verið birt á heimasíðu þeirra, msif.org.

Styrkur frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar

Styrkir Velferðarráðs Reykjavíkurborgar til hagsmuna- og félagasamtaka til verkefna á sviði velferðarmála voru afhentir við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær, miðvikudaginn 4. mars. MS-félagið fékk þjónustusamning um ráðgjafaþjónustu til eins árs að upphæð kr. 1,2 milljónir.

MS-blaðið, 1. tbl. 2019, er komið út

Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir Ólaf Thorarensen barnalækni, sérfræðing í heila- og taugasjúkdómum barna um MS í börnum og Ólöfu Elíasdóttur, taugalækni við Sahlgrenska í Gautaborg um algengi MS á Íslandi.

BSc rannsókn: Andleg líðan, heilsa og MS. Þátttakendur óskast!

Hanna Heiða Lárusdóttir er að ljúka við BSc gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hennar, Andleg líðan, heilsa og MS, snýr að heilsu og líðan fólks með MS. Hún biðlar nú til MS-greindra um að svara stuttri könnun sem nálgast má á vefnum.