Krossgáta MS-blaðsins: Lokadagur 30. apríl

26.04.2019 Í MS-blaðinu sem sent var til félagsmanna í mars sl. er að finna verðlaunakrossgátu. Í krossgátunni er að finna lausnarorð – málshátt – sem verðlaun verða veitt fyrir lausn á. Verðlaunin eru ekki af verri endanum – tölusett plakat af mynd Eddu Heiðrúnar Backman, „Tveir þrestir“. Ef þið hafið ekki enn sent inn lausnina, en viljið vera með, sendið þá …

Góð stemming á páskabingói

Páskabingóið okkar var að venju haldið helgina fyrir páska og mætti fjöldi barna og fullorðinna. Vinningar voru páskaegg af öllum stærðum og gerðum, auk gjafapoka frá Innes sem innihélt allskonar góðgæti.

MS-einkenni: Jafnvægisleysi

Jafnvægistruflanir hjá MS-greindum geta stafað af MS-sárum í litla heila, þ.e. valdið truflunum á samskiptum á milli litla heila og líkamans, og vegna óbeinna áhrifa annarra MS-einkenna.

Páskabingó 13. apríl

Hið árlega og vinsæla páskabingó MS-félagsins fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið laugardaginn 13. apríl kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum.

Ferill markaðsleyfis

Mörgum þykir ansi langur tími líða frá því að frétt berst þess efnis að eitthvað ákveðið lyf hafi lofað svo góðu í rannsóknum að leyfishafi lyfsins hafi ákveðið að sækja um markaðsleyfi fyrir lyfið svo hefja megi almenna notkun þess.

MS-einkenni: Skyntruflanir

Skyntruflanir geta verið margvíslegar og geta komið fram í hvaða hluta líkamans sem er. Ýmislegt er til ráða.

Mikilvægt er að hefja meðferð við MS sem fyrst

Mikilvægt er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir að einkenna MS-sjúkdómsins verður vart svo koma megi í veg fyrir fötlun síðar í sjúkdómsferlinu eða í það minnsta, seinka ferlinu. Þetta sýnir ný dönsk rannsókn.

Styrktartónleikar

Þann 11. apríl sl. voru haldnir tónleikar til styrktar ungu fólki með MS í Fella- og Hólakirkju, en að þeim stóðu fjórir nemendur í Háskóla Íslands. Margskonar listamenn komu fram, meðal annars tónlistarmennirnir Hlynur Ben og Rannveig Júlía auk þess sem Dóra var með uppistand.