Velheppnuð sumarhátíð að baki – myndir

30.05.2019 Sumarhátíð MS-félagsins var að venju haldin í sól og sumaryl á Sléttuveginum í tilefni Alþjóðadags MS.  Rauðhetta, úlfurinn og grísinn úr leikhópnum Lottu mættu á svæðið og léku leikritið um Rauðhettu og úlfinn. Í kjölfarið tróð Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Jón 500 kall úr Idolinu, upp og spilaði á gítarinn sinn og söng mörg mjög skemmtileg lög sem flestir þekktu. Boðið upp á andlitsmálun og …

Alþjóðadagur MS: Hin ósýnilegu einkenni MS – Munið sumarhátíðina 29. maí

27.05.2019 Alþjóðadagur MS er 30. maí og er honum fagnað með sumarhátíð MS-félagsins 29. maí. Yfirskrift dagsins er Hin ósýnilegu einkenni MS. MS er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu (heila og mænu) þar sem skilaboð um hreyfingu, tal eða hugsun truflast og ná illa eða ekki fram til viðeigandi líkamshluta og einkenni sjúkdómsins koma fram.  Að meðaltali greinist ein manneskja á tveggja vikna fresti með MS …

MS-lyfið Mavenclad á Íslandi

23.05.2019 MS-lyfið Mavenclad hefur nú bæst í flóru MS-lyfja á Íslandi eftir jávæða umsögn Lyfjagreiðslunefndar. Mavenclad hefur mikla langtímaverkun. Meðferðarlotan er 4 ár en einungis eru teknar nokkrar töflur í byrjun meðferðar og síðan ekkert fyrr en meðferðin er endurtekin ári síðar. Engar töflur eru teknar á þriðja og fjórða ári. Lyfið er ætlað til meðferðar á einstaklingum með MS í köstum með …

Sumarhátíð MS-félagsins 29. maí

16.05.2019 Í tilefni Alþjóðadags MS verður sumarhátíð MS-félagsins haldin að venju í sól og sumaryl á Sléttuveginum. Fjörið byrjar kl. 16 miðvikudaginn 29. maí og stendur til um kl. 18. Félagar úr leikhópnum Lotta mæta á svæðið kl. 16:30 til að skemmta gestum og í kjölfarið ætlar Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Jón 500 kall úr Idolinu, að syngja og spila á gítarinn sinn. Boðið …

Nýr félagsráðgjafi MS-félagsins

15.05.2019 Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðin til starfa fyrir félagið. Hún mun sinna félagsráðgjöf, fjölskyldu- og parameðferð fyrir félagsmenn MS-félagsins. ​Íris Eik útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2003 og sem fjölskyldufræðingur frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2018. Hún er einnig með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í réttarfélagsráðgjöf frá árinu 2010 og framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu frá …

Vinningshafi og lausn krossgátu

11.05.2019 Dregið hefur verið úr innsendum réttum lausnum krossgátu í 1. tbl. MS-blaðsins 2019. Lausnarorðið er: “HRÓSA SKAL HAPPI ÞÁ HÖND GEYMIR”. Vinningshafi er Guðný Björg Bjarnadóttir og óskum við henni til hamingju með vinninginn sem ekki er af verri endanum: Tölusett plakat af mynd Eddu Heiðrúnar Backman, „Tveir þrestir“. Hér má sjá lausn krossgátunnar   BB

Námskeið fyrir maka fólks með MS 13. maí

07.05.2019 Fyrirhugað er námskeið fyrir maka fólks með MS ef næg þátttaka næst. TÍMI: 13. maí (mánud.)    kl. 17:00 – 20:00 16. maí (fimmtud.) kl. 17:00  – 20:00 20. maí  (mánud.)   kl. 17:00  – 20:00 STAÐUR: Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík. VERÐ: 5.000 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Boðið er upp á ávexti og kaffi. LÝSING: Námskeiðið er fyrir …

Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – MAÍ :-)

02.05.2019 Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.  Hér getur þú nálgast æfingaplanið fyrir maí Blöðin eru tvö – annað er með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á hitt getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan. Nú er sumarið komið og flestir fara því að hreyfa sig meira úti. Maí-planið er með …

Alþjóðadagur MS 2018

Sólin skein blítt fyrir okkur á alþjóðdegi MS í gær. Alþjóðadeginum er ætlað að vekja athygli samfélagsins á MS-sjúkdómnum og þeim áskorunum sem fólk með MS og aðstandendur þeirra geta mætt. “Færumst nær” er yfirskrift alþjóðadagsins í ár, en hann er tileinkaður rannsóknum á MS-sjúkdómnum. Mættir voru um 150 manns að njóta dagsins með okkur, en dagskráin var ekki af verri endanum. Björg Ásta Þórðardóttir, formaður félagsins, setti hátíðina og bauð Hr. Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands velkominn. Guðni hélt stutta ræðu áður en hann gekk á milli og blandaði geði við gesti og gangandi.

MS-einkenni: Gönguerfiðleikar

Margir með MS eiga við einhvers konar gönguerfiðleika að stríða. Hjá sumum var það jafnvel einkennið sem rak þá til læknis eða í sjúkraþjálfun fyrir greiningu.