Máttleysi er algengt MS-einkenni. Máttleysið getur verið íþyngjandi en einnig það vægt að einstaklingurinn finnur einungis fyrir vægri klaufsku í útlimum við áreynslu.
Bestu þakkir til allra sem komu að Reykjavíkurmaraþoninu. Myndir á vefnum.
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór á laugardaginn í blíðskaparveðri söfnuðust 1.540.000 krónur. MS-félagið þakkar öllum sem að komu kærlega fyrir stuðninginn. Hann er ómetanlegur.
Var prinsessan á bauninni með MS? – Hin ósýnilegu einkenni MS
Fræðist hér um hin ósýnilegu einkenni MS sem eru líklegri til að mæta skilningsleysi og fordómum frá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum heldur en hin sýnilegu og flestum skiljanleg. MS-SJÚKDÓMURINN ER ÁSKORUN – FRÆÐSLA EYKUR SKILNING.
Þjónusta félagsráðgjafa MS-félagsins
Íris Eik Ólafsdóttir er félagsráðgjafi MS-félagsins. Það er um að gera að nýta sér margþætta þjónustu hennar sem er félagsmönnum og fjölskyldum þeirra endurgjaldslaus.
Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – Ágúst :-)
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
Samningur um tannlækningar öryrkja
Á dögunum var undirritaður samningur um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja sem tekur gildi nú um mánaðarmótin.
Könnun um meðferð og þjónustu
Fræðslunefnd MS-félagsins biður MS-greinda um að fylla út örstutta könnun sem tekur jafnvel ekki nema mínútu að svara. Þátttaka þín er mjög mikilvæg !
Styrkir til náms
MS-félag Íslands er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Sækja má um styrk til að greiða skólagjöld, námsbækur, námskeið sem eru hluti af námi og annað sem styrkir einstaklinginn á annan hátt til náms. Umsækjandi skal skila afriti af útlögðum kostnaði vegna námsins. Hámarksstyrkur er 50.000 kr. á ári. Einstaklingur getur sótt aftur um styrk eftir …
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur, sem er eign Öryrkjabandalags Íslands, auglýsir styrki til úthlutunar. Styrkirnir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum.
Kærar þakkir hlauparar, stuðningsmenn og pepparar. Myndir á vefnum.
MS-félagið þakkar hlaupurum og stuðningsmönnum þeirra kærlega fyrir stuðninginn en alls söfnuðust 1.327.082 krónur í Reykjavíkurmaraþoninu um sl. helgi.










