Nú er komið að því að taka upp þráðinn síðan í vor. Hornsófinn fer aftur af stað þann 3. október og verður á dagskrá í vetur í MS-húsinu fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði milli klukkan 16 og 18.
Kynning á dagskrá vetrarins – opið hús á Sléttuveginum
Þriðjudaginn 24. september kl. 17.30 verður opið hús og samtal um viðburði vetrarins og óskir félagsmanna í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.
Rannsókn um svefnraskanir MS-greindra í Læknablaðinu
Fyrir tæpu ári síðan tóku 234 einstaklingar með MS þátt í rannsókn Aðalbjargar Albertsdóttur hjúkrunarfræðings, vegna lokaverkefnis hennar til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, að kanna algengi svefntruflana hjá fólki með MS.
Google útilokar auglýsingar frá fyrirtækjum sem selja stofnfrumumeðferðir
Google hefur nú útilokað með öllu auglýsingar á leitarvél sinni frá fyrirtækjum sem selja stofnfrumu-, frumu- og erfðatæknimeðferðir sem enn eru á tilraunastigi.
Umsóknarfrestur í námssjóð
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir haustönn 2019 skulu berast fyrir lok september.
Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – September :-)
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins:
Vertu í góðu formi
Á MS-vefnum er að finna samsafn vefslóða með fjölbreyttum styrktar- og teygjuæfingum, slökunaræfingum og æfingum til að efla hugræna færni. Þær má gera hvar sem er og hvenær sem er.
Hefur þú áhuga á Sheng Zhen æfingum og hugleiðslu?
Fræðsluteymi MS-félagsins kannar nú áhuga á námskeiði í Sheng Zhen æfingum og hugleiðslu en Sheng Zhen er hluti af hefðbundinni kínverskri læknisfræði og er sagt bæta heilsu og vellíðan.
Frábærlega vel heppnuð MS-ráðstefna að baki
MS-félagið fagnaði 50 ára afmæli 20. september og bauð af því tilefni til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni. Ráðstefnan bar yfirskriftina – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur.
Námskeið fyrir foreldra
Námskeiðið er fyrir foreldri/a sem eiga uppkomin eða yngri börn með MS-sjúkdóminn og byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi.










