MeginStoð 2. tbl. 2005

MS-félag Íslands

Pistil þennan vil ég byrja með því að þakka meðlimum MS félagsins fyrir það traust að kjósa mig á formann þess á ný. Aðalfundurinn var að þessu sinni með rólegu yfirbragði en verið hefur um hríð og er það vel. MS félagið þarf einsog önnur samtök að búa við frið og samheldni til þess að geta náð sem bestum árangri …

MeginStoð 1. tbl. 2005

MS-félag Íslands

Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn. Sumarið er framundan með birtu og blómangan, en duttlungafullur veturinn kveður að sinni. Starfsemi félagsins hefur verið lífleg í vetur eins og greinar og myndir í blaðinu bera með sér. Þessu hafa lesendur heimasíðunnar einnig orðið vitni að. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað heimasíðan hefur að undanförnu þróast í jákvæða átt með málefnalegu og uppörvandi spjalli.

MeginStoð, sérblað, 2005

MS-félag Íslands

Þetta sumarblað, sem hér er á ferðinni, spratt úr þeim áhuga og þeirri miklu fræðsluþörf fyrir aðstendendur MS fólks sem við vorum enn á ný minnt á í kjölfar fræðslufundar félagsins með Sverri Bergmann taugalækni í febrúar síðastliðnum. Jafnframt hefur verið mikill áhugi og þátttaka í námskeiðum ætluðum aðstandendum MS sjúklinga, sem félagið okkar hefur staðið fyrir.

MeginStoð 2. tbl 2004

MS-félag Íslands

Nú að loknum aðalfundi vil ég byrja á því að þakka það traust sem mér var sýnt, er ég var kosin formaður öðru sinni. Aðalfundurinn var mjög fjölsóttur, allt að 200 manns mættu. Umræður voru líflegar og málefnalegar og greinilega mikill samhugur í félögunum. Fundinum stjórnuðu af mikilli röggsemi þau Margrét Pála Ólafsdóttir og Helgi Seljan, sem þar að auki auðguðu fundinn með kímni og frábærum vísum.

MeginStoð 1. tbl. 2004

MS-félag Íslands

Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars með bestu þökkum fyrir veturinn. Veturinn var annasamur fyrir nýja stjórn félagsins, þar sem mörg brýn verkefni biðu úrlausnar. Þetta hefur eigi að síður verið spennandi og skemmtilegur tími og við höfum komið flestum áherslumálum okkar í framkvæmd. Þar ber hæst skipun mjög hæfrar stjórnar dagvistar félagsins, sem síðan endurréð Þuríði Sigurðardóttur hjúkrunarfræðing sem forstöðumann dagvistarinnar. Nú má fullyrða að sjúklingum dagvistarinnar líði vel og góður andi svífi yfir vötnum.

MeginStoð 2. tbl. 2003

MS-félag Íslands

Eins og lesendum blaðsins er kunnugt var aðalfundur MS félags Íslands haldinn þann 11. október. Umtalsverðar mannbreytingar urðu í stjórn félagsins eins og nánar er getið um á öðrum stað í blaðinu. Mér undirritaðri var falin sú mikla ábyrgð að verða næsti formaður félagsins.

MeginStoð 1. tbl. 2003

MS-félag Íslands

MS félag Íslands verður 35 ára á þessu ári. Það er tilhlökkunarefni fyrir okkur öll að fagna þessum áfanga í sögu félagsins. Ýmislegt verður gert af þessu tilefni. Fyrst ber að nefna að þetta blað sem þú hefur nú í höndum er veglegra en gengur og gerist með Megin Stoð. Í öðru lagi er unnið að gerð sjónvarpsmyndar um MS sjúkdóminn og það sem honum tengist.

MeginStoð 2. tbl. 2002

MS-félag Íslands

Við höfum að undanförnu haft í mörg horn að líta vegna málefna félagsins og göngudeildarinnar. Það er gífurleg viðbót við félagsstarfið að hafa opnað göngudeild fyrir MS einstaklinga hjá okkur á MS heimilinu. Og frábært fyrir okkur sem á annað borð þurfum að ganga í gegnum þessa lífsreynslu að hafa frá upphafi möguleika á því að komast í beint samband við hvert annað, lækna og fagfólk sem er sérhæft í MS sjúkdóminum …

MeginStoð 1 tbl. 2002

MS-félag Íslands

Hjá MS félaginu er margt á döfinni sem fyrr. Göngudeild félagsins sem er sérhæfð fyrir einstaklinga með MS og aðstandendur þeirra vex og dafnar óðfluga og gaman að sjá hve vel hefur tekist til. Þekking á MS er mikil og samansöfnuð hjá okkur, bæði hjá félaginu og dagvistinni. Vert er að hvetja alla sem hafa fengið MS greiningu til að leita sér upplýsinga hjá okkur. Einnig þá sem hafa ekki fengið …

MeginStoð 2. tbl. 2001

MS-félag Íslands

Þegar ég var lítil fór ég stundum í þykjustuleik – það gat verið mjög gaman. Sennilega – með tilkomu tölvu og tölvuleikja – kallast þetta fyrirbæri nú sýndarveruleiki. Merkilegt hvað margt breytist í takt við tímann. Síðan síðast höfum við þróað áfram starfsemi göngudeildar í nýbyggingunni og reyndar einnig hjá dagvistinni eins og í sjúkraþjálfun, hjúkrun og iðjuþjálfun. Nú er svo komið að göngudeildarþjónustan skipar stóran sess í starfseminni og er það …