Hjúkrun / umönnun:
Markmið umönnunar er að: Veita umönnun sem byggð er á þekkingu, kærleika og virðingu. Skipuleggja og framkvæma alla þjónustu í samráði við sérhvern einstakling.
Hjúkrunarstjóri er: Sigþrúður Ólafsdóttir hjúkunarfræðingur og með henni starfa sjúkraliðar.
Sjúkraþjálfun:
Meginmarkmið sjúkraþjálfunar er að: Viðhalda færni í daglegu lífi með líkamsþjálfun og fræðslu. Þannig má auka kraft, úthald, jafnvægi og samhæfingu vöðva. Boðið er upp á einstaklings- og hópþjálfun, svo og aðstoð við útvegun hjálpartækja.
Yfirsjúkraþjálfari er: Heba Magnúsdóttir sjúkraþjálfari, með henni starfa sjúkraþjálfarar og aðstoðarmaður.
Iðjuþjálfun
Markmið iðjuþjálfunar er að: Meta hæfnisvið, hæfnisþætti og þær aðstæður sem hafa áhrif á færni og virkni einstaklingsins við daglega iðju. Boðið er upp á einstaklings- og hópþjálfun. Metin er þörf fyrir hjálpartæki og leiðbeint um notkun þeirra.
Iðjuþjálfi er Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir, með henni starfa yfirmaður vinnustofu og aðstoðarmaður.
Vinnustofa / félagsstarf
Starfsmenn vinnustofu fylgja eftir ýmissi iðju t.d. keramik-. leir-,eða glervinnslu og annari handavinnu. Yfirmaður vinnustofu skipuleggur ásamt öðrum ferðir í t.d.kaffihús, söfn, bíó eða leikhús.
Yfirmaður vinnustofu og umsjónarmaður félagsstarfs er: Anna María Harðardóttir listmeðferðarfræðingur og með henni starfar aðstoðarmaður.
Félagsráðgjöf
Veitir upplýsingar um tryggingamál, félagsleg réttindi, þjónustu og húsnæðismál. Einnig veitir hún hjóna- og fjölskylduviðtöl
Félagsráðgjafi MS Setursins er Margrét Sigurðardóttir
Eldhús – næring
Markmið eldhúss er að framreiða alhliða næringarríkar máltíðir eftir þörfum hvers og eins. Boðið er upp á morgunmat, heitan hádegisverð og síðdegiskaffi.
Matráður er Bryndís Arnfinnsdóttir og með henni starfar aðstoðarmatráður.
Skrifstofa / Gjaldkeri
Gjaldkeri MS Seturs er við á þriðju- og miðvikudögum kl.: 10:00 – 14:00.
Gjaldkeri er: Elín Þorkelsdóttir
Önnur þjónusta
Hársnyrting og slökunarnudd stendur einstaklingum til boða gegn gjaldi.
