Félagsstarf á vorönn

Margt er á döfinni hjá MS-félaginu næstu mánuði; Hornsófinn – prjón og aðrar hannyrðir, fræðslufundur um sálfræði, jóga og lyfjamál, hið sívinsæla páskabingó, aðalfundur félagsins og sumarhátíð í tilefni alþjóðadags MS. Skráið hjá ykkur dagsetningarnar – við hlökkum til að sjá ykkur.

Ýmsar vörur til sölu

MS-félagið er með til sölu sjúkrarúm, tvö náttborð, svefnsófa með skemmli, sjónvarpsskáp, eldhúsborð með 2 stólum, tvo sturtustóla og upphækkun. Nánari upplýsingar hjá MS-felaginu í síma 568 8620 á virkum dögum eða með því að senda tölvupóst á netfangið msfelag@msfelag.is.     Nýlegt rúm, lítið notað, með góðri dýnu (90×200) frá Fastus á 200.000 kr. Sjá lýsingu á rúmi hér.   …

Sálfræðiþjónusta fyrir fólk með MS og aðstandendur þeirra

MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu. Boðið verður upp á þjónustuna til reynslu til loka júní 2019. MS-félagið hefur gert samning við Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðing, um að sinna sálfræðiþjónustunni.   Berglind er með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Berglind þekkir MS-sjúkdóminn vel, …

Styrktartónleikar

Þann 11. apríl næstkomandi munu fjórir nemendur í Háskóla Íslands halda tónleika til styrktar ungu fólki með MS. Viðburðurinn verður haldinn í Fella- og Hólakirkju klukkan 20:30 og munu margskonar listamenn koma fram

Námskeið fyrir aðstandendur

Föstudaginn 13. apríl hefst námskeið sérstaklega ætlað aðstandendum MS-fólks. Námskeiðið fer fram í húsnæði félagsins á Sléttuvegi 5 og er í tvö skipti.

Stofnfrumumeðferð við MS í köstum

Bráðabirgðaniðurstöður MIST-rannsóknarinnar (#1), sem kynntar voru 17. mars sl., sýna góðan árangur stofnfumumeðferðar (AHSCT) (#2) fyrir fólk með mjög virkan MS-sjúkdóm í köstum. MS-köstum þátttakenda fækkaði svo um munaði og margir fengu einhvern bata.

Yoga námskeið fyrir byrjendur

Mánudaginn 9. apríl hefst fimm vikna Yoga námskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum í húsnæði MS-félagsins. Takmarkað pláss í boði.