Nú stendur til boða að taka á leigu sal MS-félagsins að Sléttuvegi 5. Salurinn rúmar 60-70 manns og hentar vel fyrir veislur, fyrirlestra eða hverskyns mannamót.
HAM námskeið Kvennahreyfingar ÖBÍ
Kvennahreyfing ÖBÍ stendur fyrir námskeiði um aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Námskeiðið er sex skipti í tvo tíma í senn og verður einu sinni í viku (þriðjudaga) frá 13. mars til 24. apríl (frí 3. apríl) kl 17-19. Námskeiðsgjald er kr. 7.000-
MS-lyfið Zinbryta innkallað vegna aukaverkana
Lyfjafyrirtækin Biogen og AbbVie hafa innkallað MS-lyfið Zinbryta, sem fékk markaðsleyfi í Evrópu um mitt ár 2016 og á Íslandi 2017. Lyfið hefur ekki verið ávísað á Íslandi.
Páskabingó laugardaginn 8. apríl
Hið árlega og vinsæla páskabingó MS-félagsins fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið laugardaginn 8. apríl n.k. kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum. Húsið opnar kl. 12:30.
MS-lyfið Ocrevus komið með markaðsleyfi í Bandaríkjunum
Ocrevus, sem er fyrsta lyfið sem gagnast við stöðugri versnun MS (e. primary progressive) og því algjör bylting, en gagnast einnig við MS í köstum (e. relapsing remitting), hefur nú hlotið markaðsleyfi í Bandaríkjunum.
MS-sjúkdómurinn er áskorun – fræðsla eykur skilning: Hvað er MS?
Margir hafa óljósa hugmynd um að MS tengist hjólastól á einhvern hátt. Sú var kannski raunin fyrr á tímum en með lyfjum sem hefta sjúkdómsvirkni og milda einkenni lifa mun fleiri góðu lífi með sjúkdómnum.
MeginStoð, 1. tbl. 2017, er komið á vefinn
Meðal annars má lesa um starf unga fólksins á Norðurlöndunum en við erum mjög virk í því samstarfi, MS-hjúkrunarfræðingur fjallar um viðbrögð fólks við MS-greiningu og fræðingar skrifa um minni og hugræna endurhæfingu, þunglyndi og kvíða.
Útvarpsviðtal við Elías Ólafsson, yfirlækni á taugalækningadeild LSH
Elías Ólafsson, yfirlæknir á taugalækningadeild LSH, var í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann var spurður um aðgengi MS-greindra að taugalæknum.
Ný heimasíða í vinnslu
Á undanförnum vikum hefur verið unnið að nýrri vefsíðu fyrir MS-félagið. Eins og títt er með stór og góð verkefni þá taka þau lengri tíma en ætlað er. Allt er hins vegar að smella saman þessa dagana. Nýtt útlit vefsíðunnar mun líta dagsins ljós öðru hvoru megin við helgina, sem verður þó ekki endanlegt útlit hennar þar sem verið er að vinna að enn flottara útliti og þægilegra aðgengi að efni.
Námskeið fyrir nýgreinda
Námskeið fyrir nýgreinda einstaklinga með MS (6 mán. til 3 ár frá greiningu) hefst fimmtudaginn 23. mars. Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning. Á dagskrá …










