Nú ætti öllum félagsmönnum MS-félagsins að hafa borist tímarit félagsins, MS-blaðið, sem áður hét MeginStoð. Margir hafa eflaust tekið eftir nýju útliti blaðsins en í tilefni 50 ára afmælisárs félagsins þótti ekki úr vegi að „poppa“ blaðið aðeins upp, bæði með nýju nafni og nýrri uppsetningu.
Stuðningsfulltrúanámskeið
Miðvikudagana 11. og 18. apríl kl. 17-21 mun Stuðningsnet Sjúklingafélagana halda námskeið fyrir verðandi Stuðningsfulltrúa.Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra
Uppgötvun fyrir stöðuga versnun MS (PPMS)
Þar sem erfitt hefur reynst að þróa ný lyf við stöðugri versnun MS (SVMS e. PPMS) en þörf fyrir meðferð verið mikil, hafa vísindamenn verið að prófa lyf við öðrum sjúkdómum fyrir þessa gerð MS.
Aðalfundur MS-félags Íslands
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.
Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu
Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu tekur gildi 1. maí n.k. Hér má lesa um það helsta í nýju kerfi en einnig verður ÖBÍ með kynningarfund 27. apríl n.k., sjá hér.
Sýning á hjálpartækjum í Laugardagshöllinni 5. og 6. maí
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar stendur fyrir hjálpartækjasýningu í Laugardalshöllinni 5. og 6. maí undir yfirskriftinni Tækni – Lífstíll – Heilsa. Sýningin er öllum opin.
Gleðilega páskahátíð !!
MS-félagið óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og velunnurum gleðilegrar páskahátíðar. Myndir frá páskabingóinu eru komnar á vefsíðuna.
Tökum á stuttmynd lokið – samstarfsverkefni ungra fulltrúa frá Norðurlöndunum
Um helgina fóru fulltrúar frá Íslandi til Kaupmannahafnar þar sem fram fóru tökur á stuttmynd. Stuttmyndin er samvinnuverkefni ungra fulltrúa á Norðurlöndunum, sem sitja í Norrænu ráði MS félaga (NMSR).
ÖBÍ: Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur – opið fyrir styrkumsóknir
Stjórn Námssjóðar Sigríðar Jónsdóttur og ÖBÍ auglýsa eftir umsóknum öryrkja um styrki til náms og umsóknum einstaklinga sem starfa með fólki með þroskahömlur.
Ungmennaráð gerir fræðslumyndband
Um þessar mundir stendur Ungmennaráð MS-félags Íslands að gerð fræðslumyndbands um MS. Handritið er í höndum hópsins Ungir / nýgreindir með MS og er öllum boðið að taka þátt sem vilja.










