Við fengum afar skemmtilega heimsókn á skrifstofuna í dag frá tveim starfsmönnum í tölvudeild Arionbanka, sem komu færandi hendi með styrk uppá ca 120.000 krónur sem safnast höfðu á leikjakvöldi starfsfólksins.
Alþjóðadagur MS
Alþjóðadagur MS verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn miðvikdaginn 30. maí nk. í húsnæði MS-félagsins.
“Nýjungar í MS. Segulómun og lyf við greiningu og meðferð”
Í 3. tbl. Læknablaðsins 2018 er að finna viðtal Hávars Sigurjónssonar við Hauk Hjaltason, taugalækni.
Aðalfundur MS-félagsins 2018
Í gær var aðalfundur MS-félagsins haldinn í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Mættir voru um 30 félagsmenn en fundarstjórn var í höndum Berglindar Guðmundsdóttur, fyrrverandi formanni félagsins.
Ingdís Líndal ráðin framkvæmdastjóri félagsins
Ingdís Líndal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins frá og með 1. júlí n.k. en hún hefur starfað sem skrifstofustjóri félagsins.
Aðalfundur MS-félagsins á morgun
Aðalfundur MS-félags Íslands fer fram á morgun, miðvikudaginn 16. maí kl. 17:00, í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Kosningarétt á aðalfundi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald til félagsins fyrir árið 2018.
MS-einkenni: Dofi
Dofi er með algengustu byrjunareinkennum MS. Hann getur komið í stórum eða litlum hluta líkamans og varað í styttri eða lengri tíma.
Minningakortið komið í nýjan búning
MS-félagið hefur undanfarin ár haft til sölu minningarkort, sem við sendum fyrir þína hönd, þar sem þú styrkir félagið í nafni hins látna/hinnar látnu. Minningarkortin eru mikilvægur styrkur við félagið og um leið falleg leið að minnast hins látna. Minningarkortið hefur nú fengið nýjan og fallegan búning, en það prýðir myndin ,,Byr undir báðum” eftir Eddu Heiðrúnu Backman.
Bólusetning gegn lungnabólgu ráðlögð
Bólusetning gegn lungnabólgu (bólusetning gegn pneumókokkum) er ráðlögð fólki með m.a. ónæmisbælandi sjúkdóma, sem MS er, og þeim sem taka ónæmisbælandi lyf.
Aðalfundur MS-félags Íslands
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 16. maí 2017 kl. 17:00 (húsið opnar kl 16:30) í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.










