Í dag rann upp langþráð stund þegar 6 nýir fræðslubæklingar MS-félagsins komu í hús frá prentsmiðju. Bæklingarnir eru í fallegri öskju ásamt bókamerki og skemmtilegu kynningarkorti.
MS-félagið á Snapchat
MS-félagið hefur ákveðið að fara af stað með Snapchat-aðganginn, #lifadmedms, sem gefur fólki tækifæri á að skyggnast inn í líf fólks sem lifir með MS, spyrja spurninga og opna umræðuna um sjúkdóminn.
Fundur Norræns ráðs MS félaga í Aþenu
Vorfundur Norræns ráðs MS félaga (NMSR) var haldinn í tengslum við ráðstefnu EMSP (European MS Platform) á Hilton hótelinu í Aþenu. Norræni fundurinn var haldinn degi áður en EMSP ráðstefnan hófst, eða miðvikudaginn 17. maí.
Fjórir formenn MS-félagins, núverandi og fyrrverandi, saman á stjórnarfundi Setursins
Á stjórnarfundi MS Setursins 17. maí átti sér stað sá sögulegi viðburður að fjórir formenn MS-félagsins sátu fundinn. MS Setrið er dagvist og endurhæfingarmiðstöð í MS-húsinu.
MS-lyfið Copaxone virðist ekki hafa skaðleg áhrif á fóstur
Samkvæmt niðurstöðum samanburðarannsóknar á MS-lyfinu Copaxone er ekkert sem bendir til þess að lyfið hafi skaðleg áhrif á fóstur.
Páll Óskar og Sirkus Íslands á sumarhátíð MS-félagsins 31. maí
Alþjóðadagur MS verður haldinn hátíðlegur með sumarhátíð í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, miðvikudaginn 31. maí frá kl. 16 til 18. Félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru hjartanlega velkomin.
Breytingar á viðgerðarþjónustu hjálpartækja á höfuðborgarsvæðinu
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa gert samninga við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja.
Aðalfundur MS-félagsins – nýr formaður og nýr heiðursfélagi
Aðalfundur MS-félagsins var haldinn í húsnæði okkar á Sléttuvegi 5 í gær, fimmtudaginn 11. maí. Mættir voru um 25 fundargestir og var stemmingin góð.
MS Barometer 2015: Staða fólks með MS í Evrópu
Nýlega kom út skýrsla EMSP, evrópsku MS-samtakanna, MS Barometer 2015, sem ætlað er að lýsa stöðu og mismunandi aðstæðum einstaklinga með MS í Evrópu, hvar og hverju sé ábótavant og hvað hægt sé að gera betur.
Aðalfundur 11. maí – formannsskipti
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Fundurinn verður sá síðasti undir stjórn Berglindar Guðmundsdóttur sem verið hefur farsæll formaður félagsins sl. 8 ár.








