Nýlega kom út skýrsla EMSP, evrópsku MS-samtakanna, MS Barometer 2015, sem ætlað er að lýsa stöðu og mismunandi aðstæðum einstaklinga með MS í Evrópu, hvar og hverju sé ábótavant og hvað hægt sé að gera betur.
Aðalfundur 11. maí – formannsskipti
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Fundurinn verður sá síðasti undir stjórn Berglindar Guðmundsdóttur sem verið hefur farsæll formaður félagsins sl. 8 ár.
MS-íbúðin
MS-félagið hefur til leigu 2ja herbergja íbúð að Sléttuvegi 9 í Reykjavík fyrir félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra.
Endurgreiðsla sjúkratrygginga vegna tannlækninga aldraðra og öryrka
Um sl. áramót hækkaði endurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) af almennum tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja úr 50% í 75%.




