Mikil og góð viðbrögð hafa verið við greininni „Var prinsessan á bauninni með MS? Ósýnileg einkenni MS“ sem birtist í MS-blaðinu á dögunum. Innihald greinarinnar virðist hafa opnað augu margra og skapað umræður milli para og innan fjölskyldunnar.
Jólaball MS-félagsins 2019
Árlegt jólaball MS-félagsins verður haldið laugardaginn 7. desember n.k. kl. 14-16 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Aðgangur ókeypis en skráning nauðsynleg.
Krossgáta MS-blaðsins: Lokadagur 30. nóvember 2019
Í MS-blaðinu sem sent var til félagsmanna í haust er að finna verðlaunakrossgátu. Í krossgátunni er að finna lausnarorð – málshátt – sem verðlaun verða veitt fyrir lausn á. Verðlaunin eru ekki af verri endanum – dagatal MS-félagsins fyrir árið 2020 með myndum Eddu Heiðrúnar Backman.
Kósý jólastemming og kransagerð
Senn líður að jólum. Við ætlum að hafa kósý jólastemmingu fyrir félagsmenn í skammdeginu miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17-19.
Hægt verður að búa til einfaldan grenikrans (efniskostnaður kr. 3000/skraut ekki innifalið), hlusta á jólalög eða bara spjalla saman og gæða sér á heitu súkkulaði og smákökum.
Ný söluvara: Jóla-/tækifæriskort, dagatal og plaköt
Sala er hafin á jólakorti ársins, sem í ár skartar verkinu Hortensía eftir Pétur Gaut.
Höfum einnig til sölu plaköt eftir tveimur myndum Eddu Heiðrúnar Backman, “Í hásal vinda” og “Húmar að”.
Þá er ótalið borðdagatal fyrir árið 2020, einnig með myndum Eddu Heiðrúnar Backman.
Grein í MS-blaðinu um ósýnileg einkenni MS fær góðar viðtökur. Hlekkur á greinina fylgir.
Mikil og góð viðbrögð hafa verið við greininni „Var prinsessan á bauninni með MS? Ósýnileg einkenni MS“ sem birtist í MS-blaðinu á dögunum. Innihald greinarinnar virðist hafa opnað augu margra og skapað umræður milli para og innan fjölskyldunnar.
Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – Nóvember
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
Hjálparhönd Íslandsbanka í MS-húsinu
Vikan hér á Sléttuveginum hefur einkennst af miklu annríki. Þessi tími ársins er einn sá annasamasti hjá okkur því eitt helsta fjáröflunarverkefnið okkar er sala á jólakortum og þeim þarf að pakka í söluumbúðir. Við nutum liðsinnis starfsfólks Íslandsbanka í vikunni.
Góð sala í kortum, borðdagatölum, plakötum, merkimiðum, húfum og fjölnota pokum
Vel hefur verið tekið í söluvörur félagsins af fólki víða um land.
Vilt þú hafa áhrif?
Kallað er eftir áhugasömum einstaklingum frá aðildarfélögunum Öryrkjabandalagsins til þátttöku í starfi málefnahópa ÖBÍ.








